Hundur Lilju Pálmadóttur vekur athygli

Lilja Pálmadóttir með hundinn Bingó.
Lilja Pálmadóttir með hundinn Bingó. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson
„Hann Bingó minn er 8 ára gamall Berner Sennen hundur en það eru svissneskir fjallahundar, svolítið skyldir St. Bernhards,“ segir Lilja Pálmadóttir þegar ég hafði samband við hana eftir að hafa séð hana með stóran og glæsilegan hund í bandi í miðbæ Reykjavíkur.
Lilja segir að Berner Sennen hundar séu algjörir öðlingar, góðir við alla og frábærir fjölskylduhundar. 
„Ég fór til Tromsö að ná í hann þegar hann var bara 5 mánaða en þá var hann þegar orðinn eins stór og meðal Labrador. Það er ekkert nema gleði og ánægja að hafa hann á heimilinu.“
Aðspurð hvort hún sé mikil hundakona segir hún svo vera. 
„Ég hef mjög gaman að hundum en Bingó er fyrsti hundurinn minn.“
Lilja með hundinn Bingó.
Lilja með hundinn Bingó. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál