Leiðindi eru versta jólagjöfin

Elsa Hrafnhildur Yeoman vill að allir séu glaðir á jólunum.
Elsa Hrafnhildur Yeoman vill að allir séu glaðir á jólunum.

Elsa Hrafnhildur Yeoman, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, kveðst ekki vera mikið jólabarn. Hún er ekki vön að skreyta mikið í kringum sig um jólin en hún gæðir sér þó gjarnan á góðum ostum og víni í tilefni jólanna. Elsa er ekkert að stressa sig, hún kaupir allar jólagjafirnar á Þorláksmessu.

Ert þú mikið jólabarn? Nei, ég er það ekki, ég er haustbarn.

Hvenær byrjar þú að skreyta heima hjá þér? Ég skreyti í raun ekki mikið, en þetta litla sem dettur í hús eru góðir ostar, betri vín og villtir fuglar.

Áttu þér uppáhaldsjólalag? Nei, en þegar ég var lítil á fannst mér jólaplatan með Kenny Rogers og Dolly Parton málið.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Að allir séu glaðir.

En sú versta? Leiðindi.

Hvernig og hvenær kaupir þú jólagjafirnar? Á Þorláksmessu á Laugaveginum.

Gerirðu eitthvað sérstakt í desember? Fer í pakkaleikinn fyrir mömmu.

Hvað borðar þú á jólunum? Sushi og rjúpur

Eftirminnilegustu jólin? Þau renna öll saman í eitt, það er voðalega gott þegar þau eru búin.

Hvað er það besta við jólin að þínu mati? Að gera mikið af engu.

Elsu fannst jólaplatan með Kenny Rogers og Dolly Parton alveg …
Elsu fannst jólaplatan með Kenny Rogers og Dolly Parton alveg málið þegar hún var lítil.
Elsa Hrafnhildur Yeoman (t.h) í góðra vina hópi.
Elsa Hrafnhildur Yeoman (t.h) í góðra vina hópi. mbl.is/ Rósa Braga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál