Eignaðist barn og sagði upp vinnunni

Karl Sigurðsson og Tobba Marinósdóttir.
Karl Sigurðsson og Tobba Marinósdóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Ég er búin að vera hjá Skjánum frá haustinu 2010. Lengur ef hin geðþekki sjónvarpsþáttur Djúpa Laugin er talin með sem ég stýrði af stakri snilld. Ég hef lært mikið hjá Skjánum og unnið með einstöku fólki. Þar kynntist ég einni af mínum bestu vinkonum, hef stýrt stórum markaðsherferðum og tekið þátt í allskonar skemmtilegum verkefnum í bland við áætlanagerð og excelflipp. Þetta hefur verið frábær tími en nú langar mig að fara að gera eitthvað annað,“ segir Tobba Marinósdóttir, fyrrverandi markaðsstjóri SkjásEins, sem sagði starfi sínu lausu í vikunnni. 

Fyrir rúmu hálfu ári eignaðist Tobba dóttur og segir hún að það hafa breytt mjög miklu. 

„Ég á litla bústna hugmyndabók sem kominn er tími að gefa líf. Ekki er verra að geta verið aðeins lengur heima með dóttur okkar. Forgangsröðunin breytist við að eignast barn þó að ég sé í hjarta mínu vinnuþjarkur. Kalli er að klára feðraorlofið líka svo við stöndum á tímamótum. Það er margt spennandi framundan. Við erum stödd á Balí sem stendur sem er dásamlegur staður. Maður fær ferska sýn á lífið hér og hugrekki til að fylgja hjartanu! Geimflaugarnar verða vonandi smíðaðar víða um heim. Regína littla er orðin lunkin í að ferðast.“

Karl Sigurðsson og Tobba Marinósdóttir.
Karl Sigurðsson og Tobba Marinósdóttir. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál