Ríkasta kona Bretlands tapaði fyrir Lindu Pé

Kirsty Bertarelli, til hægri, varð í þriðja sæti í keppninni …
Kirsty Bertarelli, til hægri, varð í þriðja sæti í keppninni um fegurstu konu heims árið 1988 og tapaði þar fyrir Lindu Pé. Í dag er hún talin ríkasta kona Bretlands og stefnir á frama í tónlistarbransanum. Mynd: Miss World

Hún tapaði fyrir Lindu P þegar hún lenti í þriðja sæti í Ungfrú heimur árið 1988 en Kirsty Bertarelli þarf þó ekki að kvarta. Hún er ríkasta kona heims og virðist lifa lífi sem margir myndu glaðir láta sig dreyma  um. 

Kirsty Bertarelli er fædd 30. júní árið 1971 og verður því 44 ára á þessu ári. Árið 1997 kynntist hún Ernesto Bertarelli, en sá er með ríkustu mönnum Evrópu og sá ríkasti í Sviss. Sjálf er hún titluð efnaðasta kona Bretlands en eignir hennar eru meiri en auður Elísabetar drottningar og J.K Rowling. 

Kirsty Bertarelli (43) þarf væntanlega ekki að kvarta yfir öðru …
Kirsty Bertarelli (43) þarf væntanlega ekki að kvarta yfir öðru en fyrsta heims vandamálum en hún lifir sannkölluðu draumalífi og er bæði rík og falleg. Mynd: Telegraph

Árið 2000 giftist hún Ernesto og saman eiga þau þrjú börn í dag. 

Bertarelli hefur alltaf verið mikið fyrir tónlist en áður en hún kynntist eiginmanni sínum var hún byrjuð að reyna að hasla sér völl sem tónsmiður. Sama ár og hún gifti sig kom út lagið Black Coffee sem hún samdi fyrir hljómsveitina All Saints en lagið náði mjög hátt á vinsældalistum það árið. Hér má sjá Kristy Bertarelli flytja lagið í maí 2010. 

Þessi fallega, forríka þriggja barna móðir hefur ýmis áhugamál og er meðal annars mjög dugleg að ferðast og skemmta sér með vinkonum sínum.

Á Instagram gefur að líta margskonar myndir af Bertarelli skemmta sér hingað og þangað um heiminn, hvort sem er með eiginmanni, börnum eða vinkonum en það virðist ekki vera dauð stund í lífi hennar. Hún stundar líkamsrækt heima hjá sér með einkaþjálfaranum, siglir um heiminn á snekkjunni sinni, fer á skíði og slakar á í sólbaði milli þess sem hún semur tónlist og sinnir börnum. 

Bertarelli segist leggja mikla áherslu á að vera með börnum sínum en þau heita Chiara, sem er þrettán ára, Falco sem er níu ára og Alceo sem er sjö ára. Í viðtali við the Telegraph segist hún útbúa morgunmat fyrir börnin alla daga og koma þeim í skólann, þrátt fyrir allann auðinn lifi þau hefðbundnu fjölskyldulífi og það sé sami erill á þeirra heimili og allra annarra. 

Eftir að sá yngsti fæddist tók hún upp þráðinn við að reyna að ná frama á tónlistarsviðinu en hún hefur meðal annars gert samninga við Sony og Decca og árið 2012 sat lag hennar "Twilight" í endurvinnslu plötusnúðarins Armin van Buuren í níu vikur á danslagalista.

Margir virðast furða sig á að "konan sem hefur allt" skuli líka vilja vera poppstjarna en sjálf segir hún það nauðsynlegt fyrir sig að fá útrás fyrir sköpunarþörfina og skaffa sér sína eigin innkomu.

„Ég reikna nú ekki með að Ernesto ætli sér að hætta að vinna og stóla bara á mínar tekjur, að minnsta kosti ekki í bráð, en mér finnst æðislegt að afla minna eigin tekna. Það er mikilvægt fyrir konur að vera sjálfstæðar í fjármálum sínum. Það skiptir máli upp á sjálfsmyndina og sjálfsvirðinguna,“ sagði hún í viðtali við Mirror árið 2013. 

Til að fræðast meira um Kirsty Bertarelli má lesa viðtal við hana hér hjá Telegraph og hér gefur að líta fullt af myndum frá hennar æsispennandi lífi á Instagram.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál