Bannað að taka selfie á Coachella 2015

Þessum yrði kannski hent út af hátíðinni í ár, af …
Þessum yrði kannski hent út af hátíðinni í ár, af því þetta má ekki. Flickr / Shawn Ahmed

Talsmenn einnar flottustu og eftirsóttustu tónlistarhátíðar heims, Coachella í Kaliforníu, hafa sent frá sér yfirlýsingu um að á næstu hátíð verði bannað að taka selfies, - og bannað að nota selfie stangir. 

Reyndar er bannlistinn mjög langur. Það verður bannað að taka með sér stóla, tuskudýr, eiturlyf, dróna, dýrar myndavélar, teppi, gæludýr og margt, margt fleira.

Þau ganga meira að segja svo langt að vilja banna narsissista eða sjálfsdýrkendur en hvernig á að skera úr um hver er sjálfsdýrkandi verður svo eflaust annað mál. Eitt að banna, annað að fylgja því eftir.

Það er sitthvað sem verður bannað á Coacella.
Það er sitthvað sem verður bannað á Coacella.

Notendur á Twitter og Instagram hafa margir brugðist við þessu banni og skella bara inn selfie fyrirfram. Sumir telja líka að hátíðin verði hálf grisjótt ef fylgja á þessu banni eftir. Þarna verði bara tún og tónlist en engir áhorfendur. Eftir allt þá fer það hönd í hönd að tengjast skemmtanabransanum og hafa gaman af athygli. 

Mögulega er samt góð ástæða fyrir banninu því á síðustu Coachella hátíð hrundi Instagram vegna álags. Talið er að það hafi stafað af öllum myndunum og sjálfsmyndunum sem sjálfsdýrkendurnir höluðu inn. 

Lestu hér nánar um hvað verður bannað og hvað ekki. Hátíðin fer fram aðra helgina í apríl svo ef þú ætlar að skella þér þá er um að gera að splæsa strax í miða. Mundu bara að skilja selfie-stöngina eftir heima. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál