„Við töluðum aðallega um endajaxla“

Anna Mjöll og Mel Gibson ræddu saman um endajaxla.
Anna Mjöll og Mel Gibson ræddu saman um endajaxla. Facebook @ Anna Mjoll

„Ég rakst alveg óvart á þessar myndir, ég var að leita að ákveðinni mynd og sá þessar. Ég var búin að steingleyma þeim, þær eru síðan í fyrra,“ segir Anna Mjöll um ljósmyndir sem hún birti á Facebook-síðu sinni í fyrradag. Á myndunum er Anna ásamt Mel Gibson, Tom Jones og Gene Simmons.

„Mér datt í hug að það væri gaman að deila þeim á Facebook,“ segir Anna um myndirnar sem voru teknar í „surprise“-afmælisveislu fyrir Mel Gibson. „Við földum okkur öll inni í stofu og slökktum ljósin. Hann hélt að hann væri bara að koma í matarboð til vina sinna, vinkona hans sótti hann. Á meðan þau keyrðu upp að húsinu, fóru út úr bílnum og gengu upp að dyrunum voru allir flissandi og hlæjandi með alls konar djók í myrkrinu. Það er alveg ótrúlega erfitt að steinþegja í myrkri með svona skemmtilegum hóp.“

„Svo þegar hann kom spruttu allir á fætur og hann fékk auðvitað vægt áfall. Hann er mjög skemmtilegur og fyndinn. Við töluðum aðallega um endajaxla. Það var nýbúið að draga hans úr og hann var ennþá bólginn. Hann trúði því ekki að ég væri ennþá með mína og hætti ekki fyrr en hann var kominn með hóp af fólki í kringum mig, búinn að troða símanum sínum upp í mig af því að það er ljós á honum,“ útskýrir Anna Mjöll sem náði að sanna fyrir Gibson að hún er ennþá með endajaxla.

„Síðan sungum við og endajaxlarnir mínir fyrir hann nokkur lög, meðal annars Happy Birthday eins og Marilyn Monroe. Tom Jones söng nokkur lög líka,“ segir Anna að lokum.

Anna Mjöll birti þessar ársgömlu myndir á Facebook í fyrradag.
Anna Mjöll birti þessar ársgömlu myndir á Facebook í fyrradag. Facebook @ Anna Mjoll
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál