Þurfti að hafa fyrir því að verða ólétt

Birgitta Haukdal er einlæg í forsíðuviðali við MAN.
Birgitta Haukdal er einlæg í forsíðuviðali við MAN.

Birgitta Haukdal prýðir forsíðu júlí tölublaðs MAN sem kemur út á morgun. Birgitta á von á sínu öðru barni í október en það reyndist ekki þrautalaust fyrir þau hjónin að eignast börn. Eftir að hafa farið í gegnum fimm tæknisæðingar varð hún loks barnshafandi í fyrra skiptið.

„Þegar ég varð ekki barnshafandi eftir fyrstu meðferðina fékk ég sjokk og upplifði að þá tilfinningu að kannski yrði ég aldrei mamma, að kannski yrði ég aldrei ein af þeim,“segir Birgitta í viðtalinu.

Eftir komu frumburðarins fóru þau markvisst að reyna að eignast annað barn. Eftir margar tæknisæðingar reyndu þau loks glasafrjóvgun sem tókst en Birgitta missti fóstrið eftir tveggja mánaða meðgöngu.

„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hve sárt það er að missa fóstur og ég dáist að konum sem halda áfram að reyna að eignast börn þrátt fyrir ítrekaðan fósturmissi.“

Þau ákváðu að reyna strax aftur og seinni glasafrjóvgunin gekk betur og eiga þau von á sínu öðru barni í október eins og fyrr segir. Birgitta segir einlæglega frá reynslunni sem tók virkilega á og þau sögðu ekki frá um tíma.

„Ef það hjálpar einhverjum að heyra af minni reynslu er það algjörlega þess virði að láta þetta þarna út.“

Í viðtalinu ræðir Birgitta einnig sjálfsvíg bróður síns, árin í Barcelona þar sem hún sagði nýjum vinum sínum ekki  við hvað hún starfaði, árin með Írafár og barnabækurnar sem hún skrifaði og koma út á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál