Þetta var brúðkaup aldarinnar

Grace Kelly Rainier prins af Mónakó á brúðkaupsdaginn sinn 19. …
Grace Kelly Rainier prins af Mónakó á brúðkaupsdaginn sinn 19. april 19, 1956. mbl.is/AFP

Það var í apríl árið 1956 sem leikkonan Grace Kelly gekk að eiga Rainier fursta af Mónakó en þau trúlofuðu sig þremur dögum eftir að þau hittust. Fréttirnar af trúlofuninni skóku heiminn og brúðkaupið var gjarnan kallað „brúðkaup aldarinnar“ í fjölmiðlum. Samkvæmt gamalli hefð þurfti Kelly og fjölskylda hennar að borga heimanmund að andvirði um 247 milljóna króna til að brúðkaupið gæti átt sér stað.

Tvær athafnir voru svo haldnar, ein trúarleg og ein borgaraleg. Borgaralega athöfnin fór fram þann 18. apríl og eftir athöfnina fögnuðu brúðhjónin með 3.000 mónakóskum borgurum. Trúarlega athöfnin fór svo fram daginn eftir. Talið er að um 30 milljón manns hafi fylgst með athöfninni þar sem henni var sjónvarpað. Kjóllinn sem Kelly klæddist var hannaður af Helen Rose en um 30 saumakonur sáu um að fullkomna kjólinn á sex vikum. 700 vinir og vandamenn þeirra brúðhjóna voru viðstaddir þessa athöfn. Þegar leið á kvöldið stungu brúðhjónin af og héldu í sjö vikna brúðkaupsferð um Miðjarðarhafið.

mbl.is/AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál