Spanderuðu auðnum og fluttu í foreldrahús

Skötuhjúin spanderuðu öllum peningunum sínum í vitleysu.
Skötuhjúin spanderuðu öllum peningunum sínum í vitleysu. Ljósmynd / skjáskot People

Fyrir sjö árum voru raunveruleikastjörnurnar Heidi Montag og Spencer Pratt á allra vörum, en þau öðluðust frægð vegna þátttöku sinnar í raunveruleikaþáttunum The Hills.

Skötuhjúin lifðu hinu ljúfa lífi og höluðu inn háar fjárhæðir, eða allt að tveimur milljónum Bandaríkjadollara á ári, sem samsvarar 240 milljónum íslenskra króna.

Í dag eru hjónakornin hins vegar staurblönk, enda hafa þau að eigin sögn eytt öllum peningunum í vitleysu.

„Ég var eiginlega í hlutverkaleik, mér leið eins og ég væri einhver sem ég var ekki,“ sagði Montag í samtali við tímaritið People.

„Við vorum með fjármálaráðgjafa sem sögðu okkur að hætta að eyða, en við létum sem við vissum hvað við værum að gera.“

Á nokkrum árum spanderuðu hjónakornin öllum auðnum í vitleysu, þar á meðal í rándýran tískufatnað, skartgripi, fegrunaraðgerðir og kristalla. Þar að auki voru skötuhjúin með aðstoðarfólk og lífverði á sínum snærum sem kostaði skildinginn.

Í dag þurfa hjónakornin þó að horfa í hverja krónu, en þau búa í gestahúsi foreldra Pratts.

„Við höfum ekki farið á fínan veitingastað síðan á brúðkaupsafmælinu okkar, ef Heidi eldar ekki borðum við Taco,“ sagði Pratt, og játaði að skötuhjúin hefðu lært dýrmæta lexíu.

Parið er líklega þekktast fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþáttunum The …
Parið er líklega þekktast fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþáttunum The Hills. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál