Sigrún setur sig í stellingar Kardashian

Sigrún Lilja sem rekur fyrirtækið Gyðja er nakin utan á nýjasta Séð og Heyrt. Hún ákvað að setja sig í stellingar Kim Kardashian í nýrri herferð fyrir úr sem Gyðja hannar og framleiðir. Myndirnar af Kardashian birtust í Paper magazine. 

Gyðja hefur framleitt skó og fylgihluti um nokkurra ára skeið og er hún sérstaklega hrifin af öllu sem glitrar og glóir. Á auglýsingu fyrir Gyðjuúrin er Sigrún Lilja nánast eins og Kim Kardashian nema með örlítið ljósara hár. 

„Nekt er fyrir mörgum svo mikið feimnismál að hún er sjaldan rædd sem er skemmtilegt því að á sama tíma er „free the nipple“ baráttumál ungra kvenna. Margar konur eru feimnar við eigin líkama,“ segir Sigrún Lilja sem er á öðru máli og telur að nekt sé ekkert feimnismál,“ segir Sigrún Lilja í viðtali við Séð og Heyrt. 

Nýjasta hefti Séð og Heyrt.
Nýjasta hefti Séð og Heyrt.
Kim Kardashian fór úr öllu fyrir Paper magazine.
Kim Kardashian fór úr öllu fyrir Paper magazine. Ljósmynd/ papermag.com
Kim Kardashian prýðir forsíðu Paper.
Kim Kardashian prýðir forsíðu Paper. ljósmynd/ papermag.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál