Hættir sem ritstjóri og opnar partýbúð

Erna Hreinsdóttir hefur opnað partýbúðina Pippu.
Erna Hreinsdóttir hefur opnað partýbúðina Pippu. Ómar Óskarsson

Þá er búið að blása í blöðrurnar, hengja upp skrautið og Billie Holiday hljómar á fóninum ... en hvar er allt fólkið?“segir á nýju heimasíðunni og vefversluninni www.pippa.is sem opnar formlega á gamlársdag.

Það er Erna Hreinsdóttir, fyrrum ritstjóri Nýs Lífs sem er konan á bak við verslunina en desemberblað Nýs Lífs var það síðasta í hennar umsjón.  

Erna hætti nýverið sem ritstjóri Nýs Lífs.
Erna hætti nýverið sem ritstjóri Nýs Lífs. Nýtt Líf

Á heimasðunni segir að nú loksins fái partýbúðin Pippa að líta dagsins ljós eftir mikla tilhlökkun og að hún hafi það að markmiði að setja punktinn yfir i-ið þegar kemur að fallegum og sérstökum veisluskreytingum. „Pippa er í óða önn að bæta við vöruúrvalið svo það er von á enn fleiri dásamlegum vörum. Það verður úr nægu að velja þegar kemur að skreytingum fyrir brúðkaup, afmæli, barnaveislur, grillveislurnar í sumar. 

Álfólíublaðra í laginu eins og skegg.
Álfólíublaðra í laginu eins og skegg. www.pippa.is

En nú eru jólin og nýtt ár handan við hornið og hvað er meira viðeigandi en að opna partíverslun á áramótunum?“

Á facebook síðu Pippu segir jafnframt að allar pantanir sem gerðar verði fyrir hádegi þann 31. desember muni berast í hús á höfuðborgarsvæðinu í tæka tíð fyrir gamlárspartíið.

Fá má flest fyrir party-ið í nýju versluninni.
Fá má flest fyrir party-ið í nýju versluninni. www.pippa.is



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál