Fékk rappara til að selja bílinn sinn

Davíð Lúther Sigurðsson fór óvenjulega leið til að selja bílinn …
Davíð Lúther Sigurðsson fór óvenjulega leið til að selja bílinn sinn.

Davíð Lúther Sigurðsson, kvæntur tveggja barna faðir, ákvað að fara óhefðbundna leið við að selja bílinn sinn. Um er að ræða svartan KIA Carens, 7 manna, árgerð 2007 sem er keyrður 127.000 km. Í stað þess að setja bílinn á bílasölu fékk hann rapparann Móra til að búa til lag um bílinn enda ákaflega gott farartæki þarna á ferð. Davíð er eigandi The Color Run á Íslandi og framleiðslufyrirtækisins SILENT. 

„Það eru tugir þúsunda bíla á skrá hjá bílasölum landsins og vildi ég skera mig úr og fá meiri athygli á minn bíl,“ segir Davíð þegar hann er spurður að því hvers vegna hann hafi farið þessa leið til að selja sinn 7 manna bíl. 

„Ég þekkti Móra ekkert fyrir verkefnið, en auðvitað kynntist ég honum þegar verkefnið var sett í gang. Mikill meistari. Hugmyndin kviknaði á fundi í framleiðslufyrirtækinu SILENT sem ég á og er það einmitt verkefni SILENT að gera auglýsingar og höfum við undanfarin ár farið óhefðbundar leiðir í auglýsingagerð. Það er ekki dýrt að versla við SILENT, sérstaklega þegar ég fékk góðan starfsmannaafslátt,“ segir hann og bætir við að Móri hafi verið meira en til í þetta verkefni. 

„Þegar við höfðum samband við Móra um að fara í þetta var hann alveg til, enda skemmtilegt verkefni. Ég vona auðvitað að bíllinn seljist en ef ekki þá fer ég bara með hann á næstu bílasölu og reyni á þá leið,“ segir Davíð. 

Er myndbandið að skila árangri?

„Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir og tveir fengið að prufukeyra svo þetta kemur í ljós á næstu dögum væntanlega.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál