Fólk með svartan húmor gáfaðra en aðrir

Hugleikur Dagsson listamaður er með svartan húmor.
Hugleikur Dagsson listamaður er með svartan húmor.

Þið sem signið ykkur í hvert sinn sem þið hlæið að einhverju sem ekki er viðeigandi og hugsið að þið munuð brenna í helvíti fyrir svartan húmor skulið ekki örvænta. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt er á sciencealert.com er fólk með svartan eða sjúkan húmor almennt með hærri greindarvísitölu en þeir sem ekki þola svartan húmor.

Auk þess eru hinir sömu almennt betur skapi farnir, sjaldnar pirraðir og betur menntaðir en þeir sem ekki ráða við nöturlegt skopskyn.

HÉR er hægt að lesa sér nánar til um rannsóknina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál