Vakin upp með skelfilegu símtali

Sigrún Waage söng- og leikkona prýðir forsíðu MAN.
Sigrún Waage söng- og leikkona prýðir forsíðu MAN. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Sigrún Waage leik- og söngkona og núverandi flugfreyja prýðir forsíðu nýjasta MAN. Í viðtalinu, sem er einlægt og beint frá hjartanu, lýsir Sigrún því þegar hún missti dóttur sína árið 2001. 

„Þetta var rúmu ári eftir að ég og barnsfaðir minn skildum. Hann og börnin okkar þrjú voru í sumarbústað saman í Húsafelli og ég að leika í Þjóðleikhúsinu.  Ég hafði reynt að ná í þau í síma í nokkra daga án árangurs enda var gsm-samband í þá daga ekki eins og í dag. Svo var það í hléi á sýningunni að ég náði loks sambandi við son minn, spjallaði við hann og bað svo að fá að tala við Hafdísi Hlíf. Hann sagði mér að hún væri sofandi enda væri hún með slæma flensu. Ég man að hafa rætt þetta við samstarfskonu mína í leikhúsinu inni á búningsherbergi og farið svo á svið,“ segir Sigrún í viðtali við MAN. 

Hafdís Hlíf lést í Húsafelli úr bráðaheilahimnubólgu-menokokkum B, skæðri bakteríu sem enn er ekki til bóluefni við hér á landi. Í framhaldinu var tekin sú ákvörðun að öll börn á Íslandi yrðu sprautuð gegn heilahimnubólgu. Einnig var tekin sú ákvörðun að allir sumarbústaðir yrðu merktir með neyðarnúmerum til að gera björgunaraðilum auðveldara með að finna þá.  Sonur Sigrúnar sem þarna var rétt nýfermdur hljóp út á veg til  að taka á móti sjúkrabílnum og vísa honum að bústaðnum.

„Þetta var skelfileg lífsreynsla, að standa einn úti á vegi og bíða án þess að vita hvort að systir hans væri enn með lífsmarki og sagði hann að tíminn þar til að hjálp barst hefði verið eins og heil eilífð,“ útskýrir Sigrún og segir þessa upplifun hafa setið í honum lengi og geri enn.  

Sigrún Waage.
Sigrún Waage. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál