Leyndarmálið á bak við fallega brúðarmynd?

Brúðhjónin vildu líflegar og skemmtilegar myndir frá brúðkaupsdeginum.
Brúðhjónin vildu líflegar og skemmtilegar myndir frá brúðkaupsdeginum. Christopher Lund,Christopher Lund

Að mörgu er að huga þegar skipuleggja á brúðkaup. Ekki þarf aðeins að bóka kirkju, prest eða fund hjá sýslumanni ef því er að skipta, heldur þurfa brúðhjónin að huga að fatnaði, veislu, veitingum og ótalmörgu fleira. Þá kjósa flest brúðhjón að ráða ljósmyndara til að festa daginn á filmu, enda góðar minningar sem vert er að varðveita. Blaðamaður fór á stúfana, hafði samband við nokkra ljósmyndara og bað þá að deila brúðkaupsmyndum sem þeir festu á filmu og eru í uppáhaldi. 

Christopher Lund

„Leyndarmálið við góða brúðkaupsmynd, sem og aðrar myndir af fólki, er tengingin við fólkið sjálft. Ég tek mér alltaf góðan tíma í að kynnast því eins vel og ég get, og húmorinn skiptir oft lykilmáli. Ef myndað er utandyra þarf takan að ganga hratt fyrir sig því oft breytist veður og birta hratt. Glugginn til að ná góðum myndum getur því verið ansi lítill. Þá er mikilvægt að þekkja búnaðinn vel, og eins að vera opinn fyrir breyttum aðstæðum og nýjum hugmyndum sem geta kviknað í kjölfarið,“ segur Christopher Lund.

Christopher Lund fær reglulega fyrirspurnir frá erlendum brúðhjónum sem vilja …
Christopher Lund fær reglulega fyrirspurnir frá erlendum brúðhjónum sem vilja fá brúðarmyndir þar sem íslensk náttúra fær að njóta sín. Christopher Lund

Styrmir Kári og Heiðdís

„Leyndarmálið á bak við fallegar brúðkaupsmyndir er líklega að það er ekkert leyndarmál. Þær krefjast vinnu af hálfu ljósmyndara og viðfangsefnanna á myndinni. Þær snúast líka um traust á milli þessara aðila og fólk verður að leyfa sér að vera svolítið berskjaldað og sýna tilfinningarnar sem það ber í brjósti svo að þær náist á mynd. Því að það eru tilfinningarnar sem fólk tengir við þegar það horfir á ljósmyndir,“ segja Styrmir Kári og Heiðdís.

Styrmir Kári og Heiðdís taka gjarnan myndir í íslenskri náttúru.
Styrmir Kári og Heiðdís taka gjarnan myndir í íslenskri náttúru. Styrmir og Heiðdís Photography
Styrmir og Heiðdís segja mikilvægara að myndirnar hafi náð að …
Styrmir og Heiðdís segja mikilvægara að myndirnar hafi náð að fanga steminguna, tilfinningarnar og segi sögu í stað þess að vera tæknilega fullkomnar. Styrmir og Heiðdís Photography

Lárus Sigurðsson

„Að mínu mati er í raun ekkert leyndarmál við fallega brúðkaupsmynd, annað en að það eru alltaf einhverjir töfrar í gangi á sjálfan brúðkaupsdaginn. Þess vegna segi ég fólkinu sem ég mynda að mæta bara með góða skapið, og að ég sjái svo um rest. Ég reyni einnig að leggja sem mesta áherslu á að fólk njóti sín í myndatökunni. Að þetta sé gaman, en það skilar sér alltaf. Mér finnst nefnilega alveg óþarfi að ofhugsa svona hluti, það er miklu betra að einbeita sér bara að því að allir skemmti sér. Þá kemur þetta svolítið af sjálfu sér,“ segir Lárus Sigurðsson.

Lárus Sigurðsson á auðvelt með að fanga falleg augnablik.
Lárus Sigurðsson á auðvelt með að fanga falleg augnablik. Lárus Sigurðsson
Lárus segir birtuna á Íslandi gjarnan mjög fallega.
Lárus segir birtuna á Íslandi gjarnan mjög fallega. Lárus Sigurðsson

Lýður Guðmundsson

 „Brúðkaupsljósmyndarar skjóta frá hjartanu en ekki með höfðinu. Oft kemur það fyrir að ég tárast sjálfur smá í tökum, því þessi stund er gjarnan svo falleg. Góður ljósmyndari vinnur á skilvirkan hátt að því að fanga þennan mikilvæga dag og hafa rétt jafnvægi á milli vinnu og gleði. Það er mjög mikilvægt að hlusta vel á kúnnann og vinna út frá hans sýn. Góðir brúðkaupsljósmyndarar læra einnig að taka réttar ákvarðanir undir pressu til að ná sem bestum árangri fyrir viðskiptavini sína,“ segir Lýður Guðmundsson.

Lýður Guðmundsson tekur myndir frá hjartanu, ekki höfðinu.
Lýður Guðmundsson tekur myndir frá hjartanu, ekki höfðinu. Lýður Geir Guðmundsson

Kristín María Stefánsdóttir

„Þegar ég mynda pör bið ég þau oftast um að reyna að gleyma myndavélinni og einbeita sér hvort að öðru. Oft smelli ég af þegar þau eru að stilla sér upp, eða eru einfaldlega bara að ganga saman á fallegum stað. Það eru gjarnan bestu augnablikin. Svokölluð heimildarljósmyndun hentar mjög vel fyrir brúðkaup og gefur oft raunverulega sýn á daginn. Svo skemmir ekki fyrir að við erum oft með hið stórfenglega íslenska landslag í bakgrunni,“ segir Kristín María Stefánsdóttir. 

Kristín María stillir parinu oft upp við fallegan bakgrunn og …
Kristín María stillir parinu oft upp við fallegan bakgrunn og biður þau að einbeita sér að hvort öðru. Kristín María Stefánsdóttir
Kristín María segir að það sem sé svo fallegt að …
Kristín María segir að það sem sé svo fallegt að myndirnar séu aldrei eins. Þær séu í raun samskipti án orða. Kristín María Stefánsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál