Það kom blóð út úr mér og svo stoppaði tíminn

Einar Egilsson og Svala Björgvinsdóttir eru gestir í fyrsta þættinum.
Einar Egilsson og Svala Björgvinsdóttir eru gestir í fyrsta þættinum.

Önnur lífssýn beið Svölu Björgvins og Einars Egilssonar eftir alvarlegt bílsslys sem hafði varanleg áhrif á líf þeirra. Í nýjum sjónvarpsþætti í Sjónvarpi Símans, sem heitir Ný sýn í umsjón Hugrúnar Halldórsdóttur, tekur hún áhugavert fólk í viðtal sem hefur ýmsa fjöruna sopið. Í fyrsta þættinum er rætt við hjónin Svölu Björgvinsdóttur og Einar Egilsson en í þættinum segja þau frá bílslysinu sem þau lentu í fyrir níu árum. Slysið breytti lífinu. 

„Þegar maður horfist í augu við dauðann, Einar hefði getað dáið eða ég, hugsar maður; svona getur gerst á broti úr sekúndu. Þess vegna verður maður alltaf að nýta hvert augnablik,“ segir Svala í þættinum. 

Hlið við hlið lágu þau í sjúkrarúmum, hún rifbeinsbrotin og hann meðvitundarlaus eftir alvarlegar innvortis blæðingar og stóra aðgerð.

„Mér var ekki sagt það þá en þeir [læknarnir] vildu bara að ég myndi sjá hann ef hann myndi fara,“ segir söngkonan í áhrifamikilli frásögn þeirra hjóna í þættinum, en Svala undirbýr sig nú fyrir undankeppni Eurovision í Kænugarði í Úkraínu á þriðjudag.

Um er að ræða fimm þætti en Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir er framleiðslustjóri þáttanna. Landsmenn þekkja þær tvær en þær voru í EM stofunni í Sjónvarpi Símans síðasta sumar. 

Næstu þættir verða sýndir kl. 20 á fimmtudagskvöldum frá 18. maí í Sjónvarpi Símans. Þeir sem ekki geta beðið geta horft á þættina þegar hentar í efnisveitunni Sjónvarpi Símans Premium frá fimmtudeginum 4. maí.

Svala Björgvinsdóttir á forsíðu DV.
Svala Björgvinsdóttir á forsíðu DV.
Svala Björgvinsdóttir heillaði landsmenn upp úr skónum í Voice.
Svala Björgvinsdóttir heillaði landsmenn upp úr skónum í Voice.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál