Líkar ekki að vera klipinn í rassinn

Karl Lagerfeld.
Karl Lagerfeld. PASCAL ROSSIGNOL

Það er greinilega ekki alltaf tekið út með sældinni að vera ríkur og frægur. Karl Lagerfeld var að minnsta kosti orðinn svo þreyttur á því að láta æsta aðdáendur klípa sig í rassinn á almannafæri að hann velti því fyrir sér af fullri alvöru að ráða sér tvífara.

Samstarfskona Lagerfelds og músa, Amanda Harlec, mætti með tískuhönnuðinum í viðtal við tímaritið Elle. Greindi hún þar frá því að Lagerfeld væri orðinn mjög leiður á ágengum aðdáendum sem virtist ekki finnast neitt óeðlilegt við að klípa tískugoðið í afturendann, hvenær sem tækifæri gæfist til.

Var Lagerfeld að sögn kominn á fremsta hlunn með að finna mann sem líktist honum og gæti tekið að sér hlutverk tvífara, enda líkaði honum ekki að vera klipinn í rassinn.

Karl Lagerfeld.
Karl Lagerfeld. Getty Images
Karl Lagerfeld.
Karl Lagerfeld. PASCAL ROSSIGNOL
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál