Amal sú best klædda í Bretlandi?

Amal Clooney hefur vakið athygli fyrir fallegan klæðnað. Hér má …
Amal Clooney hefur vakið athygli fyrir fallegan klæðnað. Hér má sjá hana í brúðarkjól sínum, hönnuðum af Oscar de la Renta. mbl.is/AFP

Tilnefningar til bresku tískuverðlaunanna, eða British Fashion Award, hafa nú verið birtar. Verðlaunin eru afhent þeirri manneskju sem helst þykir standa fyrir breska tísku og er alþjóðlegur leiðtogi landsins á sviði sköpunar og tísku.

Tilnefningar til best klæddu stjarnanna fara meðal annars til Emmu Watson, Cöru Delevingne, Benedict Cumberbatch og Idris Elba. Þá kemur Amal Clooney, eiginkona George Clooney, fersk inn á listann, en hún hefur vakið athygli fyrir fallegan klæðaburð. Brúðarkjóllinn hennar þótti mjög fallegur, en hann var hannaður af Oscar de la Renta.

Auk þess eru David Beckham, Kate Moss, Rita Ora og Tinie Tempah meðal þeirra sem eru tilnefndir. 

Margir hafa furðað sig á því að hertogaynjan af Cambridge, Kate Middleton, sé ekki á listanum, en hún var meðal þeirra sem fengu viðurkenningu á síðasta ári og þótti valnefndinni því við hæfi að gefa öðrum tækifæri þetta árið.

Lista yfir þá tilnefndu má sjá í heild sinni á vefsíðu British Fashion Awards, en þar er einnig hægt að kjósa sitt eftirlæti. 

Benedict Cumberbatch þykir einn best klæddi maður Bretlands.
Benedict Cumberbatch þykir einn best klæddi maður Bretlands. AFP
Emma Watson þykir mjög smekkleg til fara.
Emma Watson þykir mjög smekkleg til fara. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál