Iris Apfel er 93 ára með puttann á púlsinum

Iris Apfel er með skemmtilegan og skrautlegan stíl.
Iris Apfel er með skemmtilegan og skrautlegan stíl. youtube.com

Tískubloggarinn Leandra Medine, betur þekkt sem Man Repeller, settist niður með tískugúrúnum Iris Apfel og spjallaði við hana um tísku og hjónabönd. Apfel telur að fólk nú til dags sé ekki eins glæsilega til fara og í gamla daga.

„Ó guð nei,“ segir Apfel aðspurð að því hvort að veröldin sem við búum í sé eins glæsileg og hún var í gamla daga. Hún segir algengt að fólk gangi um stræti og torg eins og það sé á leiðinni í sturtu. „Þetta eru nýir tímar.“

Apfel, sem er 93 ára, er þekkt fyrir að vera mjög skrautleg og skemmtileg í klæðnaði. Hún er óhrædd við að leika sér með skartgripi, hún segir galdurinn á bak við flottan stíl vera sá að taka sig ekki of alvarlega. „Þegar þú byrjar að taka þessu of alvarlega þá verður þetta að bölvun. Ég tel að það sé mikilvægara að vera hamingjusamur heldur en vel klæddur.“

Apfel segir jafnframt að mestu mistök sem fólk gerir í sambandi við tísku sé að sjá einhvern annan en sjálfan sig í speglinum.  

Þolinmæði og húmor er svo lykillinn að langlífu hjónabandi að sögn Apfel sem hefur verið gift í 67 ár.

Iris Apfel er glysgjörn, vægast sagt.
Iris Apfel er glysgjörn, vægast sagt. youtube.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál