Síðkjólar láta lágvaxnari virka hærri

Síðir kjólar hafa sjaldan verið vinsælli.
Síðir kjólar hafa sjaldan verið vinsælli. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

„Skósíðir kjólar eru að verða meira og meira vinsælir enda ekkert fallegra en glæsileg kona í skósíðum kjól.  Við verðum svo háar og tignarlegar þegar að kjóllinn er síður. Við litlu konurnar stækkum um nokkra sentímetra við að fara í síðan kjól,“ segir Andrea Magnúsdóttir hönnuður og eigandi íslenska tískuhússins Andrea.

Hún segir að það sé alger misskilningur að smávaxnar konur geti ekki farið í sítt. „Konur virðast almennt halda það og mig langar að afsanna þá kenningu. Ég er smávaxin og finnst ég hækka töluvert við að fara í skósíðan kjól á meðan stuttur kjóll styttir mann. Þetta er í raun mjög lógígs ef maður hugsar út í það.“

Andrea segir að síðkjólarnir séu bæði einlitir svartir og munstraðir. Hún segir að stuttir kjólar séu ekkert dottnir út og heldur ekki hnésíðir. Það sé hægt að leika sér endalaust með þá.

„Við reynum að hanna þá þannig að það sé hægt að nota þá mikið og við öll tækifæri, dressa þá upp og niður. Þeir eru yfirleitt sniðnir þannig að þeir eru þröngir á réttum stað og lausir á réttum stað, þeir mjög þægilegir en líka mjög klæðilegir.“

Aðspurð að því í hverju hún ætli að vera um jólin nefnir hún skósíðan kjól.

„Mér finnst síðkjólar vera með þægilegustu flíkum sem hægt er að klæðast. Það er alger draumur að vera bara í einni flík frá toppi til táar og þurfa ekkert auka eins og sokkabuxur eða neitt þannig. Svo verð ég með hálsmen við sem ég sérhannaði við þessa kjóla en þau eru mjög síð og fara einstaklega vel með kjólnum.“

Á þessum árstíma er allt glitrandi og segir Andrea að pallíettur klikki aldrei. Hún er hrifin af því að nota pallíettur á móti gallabuxum og bendir á mjög sparilegar gallabuxur frá Lee sem fást í Andreu.

„Við erum rosalega ánægð með nýjustu flíkurnar úr okkar smiðju sem eru pallíettutoppar sem lýsa upp skammdegið með miklu „blingi“ en allt sem glitrar er svo mikið jóla.“

Síðkjólar eru áberandi í jólatískunni.
Síðkjólar eru áberandi í jólatískunni. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Glitrandi pallíettutoppar eru áberandi í jólatískunni.
Glitrandi pallíettutoppar eru áberandi í jólatískunni. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Síðkjóll með munstri og ermum er klæðilegur.
Síðkjóll með munstri og ermum er klæðilegur.
Síðkjóll úr glansandi efni.
Síðkjóll úr glansandi efni. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Kápa úr loðnu efni.
Kápa úr loðnu efni. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Stórar peysur eru vinsælar núna.
Stórar peysur eru vinsælar núna. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Svartur síðkjóll er sparilegur.
Svartur síðkjóll er sparilegur. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Andrea Magnúsdóttir sjálf.
Andrea Magnúsdóttir sjálf. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál