Íslensk stelpa með Liv Tyler í myndbandi

Hin íslenska Indía Salvör Menuez er í myndbandi með Liv …
Hin íslenska Indía Salvör Menuez er í myndbandi með Liv Tyler og Chloé Sevigny.

Tískuhúsið Proenza Schouler fer nýstárlega og skemmtilega leið við að kynna vorlínu sína 2015. 

Hér má sjá nokkrar svalar fyrirsætur í skemmtilegri stuttmynd. Þær fara með orð og setningar, lýsa upplifun sinni af fötum og litum í ljóðrænu flæði sem leikstjórinn ákvað að kalla Legs are not doors en þessa línu á hin íslenska Indía Salvör Menuez sem er dóttir Jóhönnu Methúsalemsdóttur, konunnar á bak við Kríu skartið, en þær mæðgur hafa um árabil búið í New York. 

Með í myndbandinu eru einnig stórleikkonurnar Liv Tyler og Chloé Sevigny sem eru hvað best þekktar en einnig fyrirsæturnar og leikkonurnar Liya Kebede, Binx Walton, Fei Fei Sun, Laura Love, Olympia Scarry, Raina Hamner, Solveig Almaas og Indía með í myndbandinu. 

„Ég hef alltaf elskað að vera kona. Mig hefur aldrei langað til að vera karlmaður en ég er viss um að í því er fólgin ákveðin áskorun,“ segir Liv Tyler í myndbandinu en hún er gullfalleg þar sem hún ber sitt fyrsta barn undir belti.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="360" src="https://www.youtube.com/embed/mrBJNBBCEEg?rel=0" width="640"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
India Salvör Menuez
India Salvör Menuez AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál