Tata-toppurinn fyrir frjálsar geirvörtur

Þorirðu ekki úr að ofan en langar samt að vera …
Þorirðu ekki úr að ofan en langar samt að vera með? TataTop

Dagurinn í dag hefur verið helgaður #freethenipple átakinu en tilgangur þess er stuðla gegn kynferðislegum tengingum við kvenmannsbrjóst. Fjölmargir mennta- og háskólanemar hafa mætt berir að ofan eða brjóstahaldaralausir í skólann og til stendur að hafa opinberan #freethenipple sólbaðsdag á Austurvelli hinn 1. júní næstkomandi.

Fyrir þær sem skortir djörfung til að mæta berar að ofan á Austurvöll þennan dag gæti verið lausn að kaupa eitt stykki Tata-topp á netinu en stykkið kostar um 3.500 krónur. 

Tata toppurinn er hannaður þeim Robyn Graves og Michelle Lytle en ágóðinn rennur til styrktar átakinu #Freethenipple eða frelsum geirvörtuna sem á að stuðla að því að konum sé frjálst að fara úr að ofan þegar þeim hentar líkt og körlum.

Á heimasíðu þeirra, The Tata Top, stendur: 

„Ef þú pælir í því, hver er munurinn á geirvörtu karls og konu? Er það bara aðeins meiri húð og brjóstvefur? Eða er það vegna þess að konur eru líka með píku? Hvað er svona skelfilegt og hvað orsakar þessa móðursýki? Í alvöru... hægðu á þér og hugsaðu málið í smá stund. Horfðu á málið frá nýju sjónarhorni og ímyndaðu þér að þú sért að útskýra þetta fyrir geimveru sem var að lenda á jörðinni. Útskýrðu fyrir geimverunni af hverju konur verða að hylja á sér bringuna en ekki karlar. Hvaða ástæðu myndirðu gefa henni?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál