Ási Már hannar klassísk herraföt með leikgleði

Skyrturnar sem Ási hannaði hafa vakið sérstaka lukku.
Skyrturnar sem Ási hannaði hafa vakið sérstaka lukku. Ljósmynd/ Íris Dögg

„Ástæðan fyrir að ég ákvað að gera herralínu, þrátt fyrir að hafa ávallt haft stefnu á kvenfatnað, var var í raun tvíþætt. Annars vegar fannst mér vanta vissa tegund af herrafatnaði á markaðinn á Íslandi. Klassísk herraföt með leikgleði. Hins vegar langaði mig að prófa að vinna innan um þann kassa sem herraföt eru,“ segir fatahönnuðurinn Ási Már Friðriksson sem nýverið hannaði sína fyrstu herralínu.

Ljósmynd/ Íris Dögg

Ási Már segir hönnuðir hafa frjálsari hendur þegar þeir hanna kvenfatnað. Þar eru möguleikarnir endalausir að sögn Ása. „Þegar maður er að vinna með kvenfatnað virðist svo vera að mörkin séu ekki til staðar eða eru töluvert óljósari og maður getur leikið sér meira, þá með form, samsetningar og fleira. Karlmenn ganga oftast í íhaldssamari umgjörð. Mig langar að athuga hversu langt ég get hlaupið með þá hugmynd að vinna með hin klassísku form herrafatnaðar,“ útskýrir Ási.

Kynning á því sem er framundan

„Herralínan var smá óður til gróðurs og vildi ég vinna með hann á grafíska vegu. Þessi lína er lítil og smá kynning af því sem koma skal. Ég setti hana af stað í raun til þess að koma sjálfum mér af stað með þetta,“ segir Ási sem hefur fengið afar góð viðbrögð við línunni.

Ljósmynd/ Íris Dögg

„Fyrsta upplagið af skyrtunum fór hratt og það seinna er rétt ókomið. Fötin fást í P3, sem er vinnustofa/verslun í Þingholtunum. Þar fæst einnig, Skaparinn, Rey, Another Creation eftir Ýr og Sævar Markús.“

P3 er við Miðstræti 12 en gengið er inn við Skálholtsstíg. Áhugasamir geta kynnt sér verk Ása nánar á Facebook-síðu hans.

Ljósmynd/ Íris Dögg
Ljósmynd/ Íris Dögg
Hönnuðurinn Ási Már færir úr kvíarnar.
Hönnuðurinn Ási Már færir úr kvíarnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál