Vafasamt hálsmen vekur eftirtekt

Hálsmenið þykir ekki minna á blóð.
Hálsmenið þykir ekki minna á blóð. Ljósmynd / skjáskot Asos

Hrekkjavakan er á næsta leyti, og vart hægt að opna vefmiðil án þess að reka augun í ógnvekjandi eða spaugilega grímubúninga.

Vefverslunin Asos er komin í hrekkjavökugírinn, en þar má fá ýmsar vörur tengdar deginum sem er í uppáhaldi hjá mörgum. Til að mynda „blóðhálsmenið“ svokallaða, en það á að minna á blóðtauma.  

Vandamálið er þó að hálsmenið, sem er hvítt, minnir ekki á blóð. Bara hreint ekki. Reyndar lítur það út eins og eitthvað allt annað. Gárungar á netinu hafa því skemmt sér mikið yfir hálsfestinni, sem sumum þykir fremur dónaleg.

Menið má fá í vefverslun Asos en það kostar tæpar 1.000 krónur. Og dæmi nú hver fyrir sig.

Hér sést hálsmenið betur.
Hér sést hálsmenið betur. Ljósmynd / skjáskot Asos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál