H&M kom til Íslands árið 1991

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem landsmenn fagna komu …
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem landsmenn fagna komu H&M til landsins. Skjáskot af timarit.is

Núna gleðst margt tískuáhugafólk þar sem H&M er á leið til landsins. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem landsmenn gleðjast yfir komu H&M til Íslands því árið 1991 var sama uppi á teningnum, fréttir af komu H&M glöddu marga.

„Íslendingar munu hins vegar bráðlega eignast sína eigin Hennes & Mauritz búð í Kringlunni. Þar opnar um miðjan þennan mánuð verslun sem mun hafa á boðstólnum fatnað frá þessu þekkta fyrirtæki ásamt öðrum ódýrum fatnaði,“ sagði í viðskiptafrétt Morgunblaðsins þann 5. september árið 1991.

Þess má geta að fötin frá H&M voru þá seld í verslun sem bar heitið 51. stræti og var í eigu Garðars Kjartanssonar. Sú verslun var í Kringlunni. „Þeir hafa ekki talið svara kostnaði að setja upp eigin verslun hér þar sem þeir eru yfirleitt ekki í minna húsnæði en 1.000 fm. Húsnæðið sem 51. stræti verður í er hins vegar um 140 fm,“ sagði Garðar í viðtalinu. 

Svo eru eflaust margir sem muna eftir H&M-versluninni sem var í Kringlunni 7 (í Húsi versl­un­ar­inn­ar) á sínum tíma. Þannig að með tilkomu H&M í Kringluna á næsta ári verður það ekki í fyrsta sinn sem landsmenn hafa greiðan aðgang að H&M.

Auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu árið 1994.
Auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu árið 1994. Skjáskot af timarit.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál