Hárnæring með lit gerir allt vitlaust

Þessi nýja lína hefur vakið mikla athygli þar sem hún er 100% vegan og sumt í línunni glúteinfrítt. Maria Nila-línan hefur náð miklum vinsældum hér heima á mjög stuttum tíma, segir Fríða Rut.

Línan er seld á hárgreiðslustofum og býður upp á breitt úrval af sjampó, næringum og djúpnæringarmöskum ásamt mótunarvörum. Fríða segir að eitt það heitasta í dag séu litahárnæringarnar sem eru ekki varanlegur litur heldur næring með lit sem frískar upp á þinn eigin háralit.

„Þú getur leikið þér og breytt um lit sem svo skolast úr hárinu á 10-20 þvottum, en það fer eftir ástandi hársins hversu lengi hún tollir í hárinu,“ segir hún.

Maria Nila er með yfir 40 ára reynslu í hárfaginu og segir Fríða að fyrirtækið sé einstaklega stolt af verksmiðju þess sem staðsett er í Helsingborg í Svíþjóð. Þar er öll lína Maria Nila-varanna framleidd. „Slagorðið þeirra er: Veldu með hjartanu, veldu 100% vegan.“ Þeim er mjög annt um umhverfið, dýrin og að innihald varanna sé úr bestu gæðum sem hægt er að finna. Maria Nila er m.a. stoltur bakhjarl Elephant Ball-samtakanna þar sem fyrirtækið styður framúrskarandi vinnu þeirra fyrir dýralíf. Einnig er merkið með stimpla eins og Leaping Bunny, PETA og The Vegan Society en markmið þeirra er að leitast við að finna umhverfisvæna vöru,“ segir

Fríða sem stofnaði Regalo ásamt eiginmanni sínum Vilhjálmi Hreinssyni fyrir rúmum áratug. Regalo er einnig umboðsaðili fyrir m.a. Bed Head og Tigi sem og Moroccanoil sem eru vel þekkt hárvörumerki í heiminum.

,,Moroccanoil heillaði mig alveg enda dásamleg lína sem er fumkvöðull í heimi argan-olíu í hárvörum. Hugmyndin var alltaf að deila bara sjálfri Moroccanoil Treatment-olíunni með konum sem eru innblástur merkisins en í staðinn vöktu þau heiminn upp af argan-æði. Enda er olían og vörunar allar mjög næringarríkar. Olían sjálf er einn besti grunnur sem þú færð fyrir hárið og já það má blása hárið upp úr henni en mikill rangur orðrómur hefur verið í gangi sem leiðréttist hér og nú,“ segir Fríða.

Moroccanoil línan samanstendur nú í dag af stórri hárvörulínu og líkamslínu sem fæst inni á snyrtistofum. Línan er sulphate-, parapen- og phosfat-frí sem er mjög gott. „Eitt sem má benda á er að Moroccanoil-sjampó þarf að vatnsvirkja sem þýðir að þau freyða ekki nógu vel ef vatni er ekki bætt við þau. Moroccanoil leggur mikið upp úr næringarríkum efnum og setur ekki vatn í formúluna en um leið og maður vartnsvirkjar þau þá freyða þau dásamlega,“ segir hárgreiðslumeistarinn að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál