Hefur óbilandi trú á orkusteinum

Hlín Ósk Þorsteinsdóttir býr til armbönd og margs konar aðra …
Hlín Ósk Þorsteinsdóttir býr til armbönd og margs konar aðra skartgripi úr orkusteinum undir merkinu Óskabönd. Eggert Jóhannesson

Hlín Ósk Þorsteinsdóttir, aðalhönnuður og eigandi Óskabanda, hefur alla tíð haft mikinn áhuga á hönnun og fallegum hlutum. Innblásturinn sækir hún í náttúruna, fjölskylduna, ástina, litina og orkusteinana. „Ég hef mikla trú á orkusteinunum og tel að þeir geri okkur gott, verndi okkur og veiti okkur heppni, kraft og margt fleira,“ segir Hlín.

Hlín hefur nú sett saman nýja línu úr orkusteinum sem ber heitið Móðir og dóttir en um er að ræða fallegt armbandssett fyrir mæðgur úr orkusteininum rhodonite sem er fallegur bleikur kærleikssteinn.

Fallega bleikt armband fyrir dótturina.
Fallega bleikt armband fyrir dótturina. Óskabönd


Óskabönd sem hefur starfað í sex ár opnaði nýlega vefverslun www.oskabond.is,  þar sem viðskiptavinir geta skoðað gersemarnar heima hjá sér og verslað. 

Óskabönd eru handunnir íslenskir skartgripir úr náttúrulegum orkusteinum, hrauni, kristöllum, …
Óskabönd eru handunnir íslenskir skartgripir úr náttúrulegum orkusteinum, hrauni, kristöllum, stáli, skrautsteinum og sterling-silfri. Hvert Óskaband er einstakt, handgert og hannað frá hjartanu af Hlín Ósk. Óskabönd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál