5 förðunarráð Meghan Markle

Leikkonan Meghan Markle mun hugsanlega velta Katrínu Middleton úr sessi …
Leikkonan Meghan Markle mun hugsanlega velta Katrínu Middleton úr sessi sem tískufyrirmynd. Ljósmynd / skjáskot Instagram

Leikkonan Meghan Markle, nýja kærasta Harrys Bretaprins, hefur talsvert verið í sviðsljósinu undanfarið enda ekki á hverjum degi sem konungborinn aðili festir ráð sitt. Og hvað þá með leikkonu.

Vefurinn Byrdie tók saman nokkur förðunarráð sem leikkonan hefur dálæti á, en hún er jafnan sérlega vel til höfð.

Fimm mínútna förðun
Leikkonan er hrifin af einfaldri förðun og hefur fullkomnað svokallaða fimm mínútna förðun. Galdurinn er að notast ekki við meik, heldur skella einfaldlega á sig maskara, varasalva og svolitlum kinnalit.

Leyndarmálið bak við löng augnahár
Leikkonan er sérlega hrifin af næringu fyrir augnahárin, sem ver, nærir og þykkir þau.

Andlitssnyrting
Þegar Markle vill gera vel við sig finnst henni sérlega notalegt að skella sér í andlitshreinsun. Þá heimsækir hún reglulega snyrtifræðing stjarnanna, Nichola Joss.

Kasta til hárinu
Þegar hárið á Markle er farið að verða þungt og leiðinlegt finnst henni gott að halla sér fram, úða svolitlu þurrsjampói í hársvörðinn og kasta hárinu snöggt aftur á bak. Við þetta fær hárið svolitla lyftingu og líf.

Brosa
Síðasta ráð Markle hefur ekkert að gera með förðunarvörur. Leikkonan segir að allir líti betur út þegar þeir brosa.

Meghan Markle er sögð hafa heillað prinsinn upp úr skónum.
Meghan Markle er sögð hafa heillað prinsinn upp úr skónum. Ljósmynd / skjáskot CNN
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál