Skína sínu skærasta um áramótin

Áramótin nálgast óðfluga með öllum sínum pallíettum, siffoni, blúndu, leðri, plíseringum og rómantískum munstrum. Hjördís Sif Bjarnadóttir eigandi Comma, í Smáralind segir að það skipti miklu máli að raða fötum rétt saman til þess að manneskjan njóti sín sem best. 

„Í grunninn má skipta klæðnaði kvenna upp í tvo megin hópa, elegant og svo casual cool. Það skiptir í raun ekki í hvorum hópnum þú tilheyrir, konur klæða sig upp á hátíðarstundu eins og jólum og áramótum. Um áramót bætist töluvert í glys og glingur enda er varla til betri leið til að fagna nýju ári, nýju upphafi öðruvísi en að skína sínu skærasta,“ segir Hjördís Sif. 

Þegar Hjördís Sif er spurð að því hvernig íslenskar konur vilji helst klæða sig segir hún að þær séu hrifnar af flottum toppum og blússum við pils. „Um áramótin eru kjólar mjög vinsælir. En svo hafa ponsjóin frá Comma, verið mjög vinsæl því þau koma alltaf í nýjum og nýjum útfærslum. Svo má ekki gleyma samfestingum en þeir eru mjög sparilegir við hælaskó,“ segir hún. 

Hver er flík ársins að þínu mati?  „Úff, það er erfitt að segja, má bara velja eina flík? Uppáhaldsflíkin mín þetta árið er comma ponsjó með litlum ermum og kögri að framan. Það er  rosalega kósý og töff og hægt að nota yfir samfesting eða yfir nánast hvað sem er.“

Comma, er þekkt fyrir góð jakkasnið. Hjördís Sif segir að konur séu mikið að kaupa sér teygjanlega jakka og hún segir að leðurjakkarnir hafi verið mjög vinsælir í vetur. 

„Við bjóðum alltaf upp á fágaðan og töff fatnað fyrir fólk á frambrautinni og þeir sem vilja geta fengið dragt hjá okkur enda er breiddin af fatnaði í Comma, þvílík því við erum með 12 collection og nýjar vörur í hverri viku,“ segir hún. 

Hjördís Sif er mjög góð í að klæða konur upp enda leggur verslunin áherslu á að veita almennilega þjónustu. Hjördís segir að það skipti máli að blanda saman þröngu og víðu þannig að manneskjan njóti sín sem best í dressinu. 

„Dæmi um flotta samsetningar er þröngt leður pils, toppur og laus siffon peysa. Þröngar buxur missíð laus peysa.  Grófur kjóll með fallegu ponsjói og háum stígvélum,“ segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál