Áramótaförðunin í skrefum

Leyfðu þér að tjalda öllu til fyrir gamlárspartýið eða nýársfögnuðinn.
Leyfðu þér að tjalda öllu til fyrir gamlárspartýið eða nýársfögnuðinn. Ljósmynd/Getty Images

Þegar kemur að því að framkvæma fallega förðun er grunnurinn ávallt húðin. Vandaðu því valið þegar kemur að því að velja réttan lit og rétta áferð af farða fyrir þína húðgerð. Þegar mikil augnförðun fer fram eins og kannski fyrir áramótapartýið eða nýársfögnuðinn getur getur augnskugginn, glimmerið eða hvað svo sem verður fyrir valinu átt það til að smitast niður fyrir augun. Þar af leiðandi getur verið sniðugt að byrja á að grunna aðeins augnlokin með farða og púðri og geyma það að setja farða á restina á andlitinu þar til augnförðunin er tilbúin. Svokölluð smokey-förðun er mjög viðeigandi yfir hátíðirnar og einnig einföld í framkvæmd.

1. Veldu þér viðeigandi augnskugga í dekkri kantinum og berðu hann mjúklega á allt augnlokið með þéttu augnskuggabursta.

2. Skyggðu í enda augnlokanna með dekkri augnskugga til að ná fram örlítið seiðandi augnaráði.

3. Dragðu örlítið af svarta skugganum undir augun með mjóum og þéttum bursta. Bara ca. hálfa leið.

4. Öll skil mýkt vel með góðum burstum, bæði upp á augnbeinið og undir augunum.

5. Þvínæst er settur blautur eyeliner ofan á augnlokið, þétt við hárlínuna og létt upp til hliðanna í sömu línu og skyggingin. Svartur litur hentar best í þessari förðun.

6.  Setjið því næst svartan blýant eða eyeliner inn í augað.

7. Setjið glimmer ofan á svarta eyelinerinn í sama lit og augnskugginn. Hægt er að kaupa sérstakan glimmerfestir eða einfaldlega nota glimmer eyeliner ofan á þann svarta.

8. Setjið vel af maskara á bæði efri og neðri augnahárin en gætið þess þó að þau klessist ekki.

9. Fyrir þær sem vilja fá sem mest út úr förðuninni geta falleg gerviaugnahár gert mikið. Gætið þess að mæla þau og klippa til ef að þau eru of löng og líma þau varlega á svo að förðunin hljóti engan skaða af.

Gerviaugnahár geta gert mikið fyrir heildarútlitið.
Gerviaugnahár geta gert mikið fyrir heildarútlitið.

10. Dragið að lokum örlítið fram augnbeinið með með því að setja ljósan lit eða farða rétt undir augabrúnirnar.

11. Ljúkið nú við að farða andlitið með léttum farða og hyljara þar sem þess þarf.

12. Berið ferskan kinnalit í kinnarnar til að fá smá roða en þegar augnförðunin er dramatísk er oft fallegt að fara hóflega í restina.

13. Fallegt gloss, jafnvel með smá glimmeri setur svo punktinn yfir i-ið.

Varalitur, gloss, förðun, varir.
Varalitur, gloss, förðun, varir. Thinkstock / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál