Eftirminnilegustu dress Díönu

Díana prinsessa var mikil tískufyrirmynd.
Díana prinsessa var mikil tískufyrirmynd. Skjáskot / Telegraph

Í ár eru 20 ár liðin frá láti Díönu prinsessu. Díana var mikil tískufyrirmynd og þykir fatastíll hennar enn standa upp úr.

The Telegraph tók saman nokkur eftirminnileg dress sem Díana klæddist og eru þau hvert öðru fallegra, hvort sem um er að ræða glæsilega síðkjóla eða hefðbundinn dagklæðnað. 

Prinsessan var ekki alltaf uppstríluð, því hún kunni þá list …
Prinsessan var ekki alltaf uppstríluð, því hún kunni þá list að líta sérlega vel út í hversdagslegum klæðum. Hér er hún í hvítri skyrtu og gallabuxum árið 1997. Skjáskot / Telegraph
Árið 1996 klæddist prinsessan þessum fagra, lillabláa kjól. Við kjólinn …
Árið 1996 klæddist prinsessan þessum fagra, lillabláa kjól. Við kjólinn bar hún perlufesti. Skjáskot / Telegraph
Litli svarti kjóllinn er úr smiðju Christinu Stambolian, en hann …
Litli svarti kjóllinn er úr smiðju Christinu Stambolian, en hann var gjarnan kallaður „hefndarkjóllinn“ vegna þess að Díana klæddist honum sama dag og út kvisaðist að Karl Bretaprins hefði framið hjúskaparbrot. Skjáskot / Telegraph
Árið 1995 klæddist prinsessan þessum fölbleika kjól. Við kjólinn bar …
Árið 1995 klæddist prinsessan þessum fölbleika kjól. Við kjólinn bar hún svart belti og Dior handtösku. Skjáskot / Telegraph
Rauði kjóllinn er úr smiðju Jaques Azagury, en prinsessan klæddist …
Rauði kjóllinn er úr smiðju Jaques Azagury, en prinsessan klæddist honum árið 1995. Skjáskot / Telegraph
Síðkjólar prinsessunnar voru hver öðrum fallegri, en þessi mynd er …
Síðkjólar prinsessunnar voru hver öðrum fallegri, en þessi mynd er frá árinu 1991. Skjáskot / Telegraph
Blöðrukjóllinn er úr smiðju Catherine Walker, en Díana klæddist honum …
Blöðrukjóllinn er úr smiðju Catherine Walker, en Díana klæddist honum á rauða dreglinum í Cannes árið 1987. Skjáskot / Telegraph
Díana klæddist þessum sérlega fallega kjól árið 1984.
Díana klæddist þessum sérlega fallega kjól árið 1984. Skjáskot / Telegraph
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál