Hildur Yeoman opnar á Skólavörðustíg

Ljósmynd/Saga Sig

Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman er orðin landsþekkt fyrir sína fantaflottu kjóla sem eru gerðir úr ævintýrlegu prenti sem hún hannar sjálf. Í dag opnar hún nýja verslun að Skólavörðustíg 22b. 

„Verslunin sem ber nafnið Yeoman verður sannkallaður töfraheimur fullur af lúxusvarningi bæði frá íslenskum sem og erlendum tískumerkjum. Þar verður hægt að fá falleg föt, dásamleg ilmvötn, skart og spennandi skómerki ásamt ýmiss konar dýrgripum og gjafavöru. Ásamt vörum Hildar Yeoman má m.a. nefna íslenska skómerkið Kalda, undirföt frá hollenska merkinu Love stories, skart frá Eyland, fatnað frá franska merkinu American vintage, yfirhafnir frá Guðrúnu Helgu og skó frá bresk-portúgalska merkinu Miista,“ segir í fréttatilkynningu frá Yeoman. 

Í tilefni af opnuninni verða sýndar myndir sem Saga Sig tók í samstafi við Ísak Frey förðunarfræðing og Hildi. Myndaþátturinn sýnir stemmninguna sem verslunin stendur fyrir. Þar klæðast glæsikonur  á öllum aldri fatnaði og fylgihlutum úr versluninni. Þetta er bæði fatnaður sem hentar vel í vinnu og í drykk eftir vinnu. Þar verður einnig gott úrval af fallegum drögtum og prjónafatnaði sem er nýtt frá merki Hildar Yeoman. 

Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál