Dýrustu eyrnalokkar heims komnir á sölu

Eyrnalokkarnir eru ekkert slor.
Eyrnalokkarnir eru ekkert slor. Skjáskot / The Telegraph

Uppboðshaldarinn Sotheby‘s hefur sett dýrustu eyrnalokka sem sögur fara af á sölu, en um er að ræða ósamstæða lokka sem hafa að geyma bleikan og bláan demant.

Samkvæmt frétt The Telegraph verða lokkarnir boðnir upp hvor í sínu lagi, en samanlagt verðmæti þeirra er í kringum 55 milljónir sterlingspunda, eða tæplega 7,7 milljarðar íslenskra króna.

Blái demanturinn er 14,54 karöt og kostar 40 milljónir punda, eða 5,6 milljarða íslenskra króna. Sá bleiki er 16 karöt og metinn á 14,5 milljónir sterlingspunda, sem samsvarar rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna.

Þá er bara að taka upp veskið.

Eru demantar ekki bestu vinir kvenna?
Eru demantar ekki bestu vinir kvenna? Skjáskot / The Telegraph
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál