Þetta áttu að losa þig við úr fataskápnum

Það er um að gera að taka til í skápunum …
Það er um að gera að taka til í skápunum á vorin. mbl.is/Thinkstockphotos

Maísólin er mætt og þá er ekki seinna vænna en að fara að huga að vorhreingerningunni. Margir eru líklega að lenda í því að geta ekki lokað fataskápum og skúffum vegna þess að fötin flæða upp úr. Á meðan léttari og sumarlegri fötum er raðað ofar í skúffurnar er ekki úr vegi að losa sig við nokkra hluti. Martha Stewart Living fór yfir nokkra hluti sem mega vel fara í Rauða krossinn.

Gamlar gallabuxur

Hver kannast ekki við að eiga fullar skúffur af gömlum gallabuxum sem eru ekki bara ljótar heldur líka allt of litlar?

Kjóllinn sem þú ætlar þér að passa í einn daginn

Það er kannski kominn tími á það að líta í spegil með réttu gleraugunum. Plássið sem þessi allt of litli kjóll er líka að taka frá einhverjum fínum kjól sem passar á þig.

Skór, skór og aftur skór

Það er í góðu lagi að losa sig við þá skó sem þú notar aldrei. Þetta á sérstaklega við um óþægilega hælaskó. 

Hlutir úr gömlum samböndum

Þessa hluti á fólk að losa sig við. Ekki geyma þá bara aftast í skápnum undir öllum skópörunum.

Brjóstahaldarar sem passa ekki

Það er um að gera henda þeim. Það er ólíklegt að þú munir passa aftur í fermingarbrjóstahaldarann eða ónýta spöngin verði eins og ný með því að liggja inn í skáp.

Dýr föt sem þú gengur aldrei í

Það er ekki afsökun að geyma föt inni í skáp sem þú notar aldrei bara af því þau kostuðu svo mikið. Ef þú ferð ekki í fötin þá máttu láta þau fara, ef til vill er einhver sem væri til í að nota þau.

Það er draumur að eiga fataskáp þar sem allt er …
Það er draumur að eiga fataskáp þar sem allt er í röð og reglu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál