Markaðstrix frá H.C. Andersen?

Gegnsæju gallabuxurnar seldust upp en þær kostuðu rúmlega tíu þúsund …
Gegnsæju gallabuxurnar seldust upp en þær kostuðu rúmlega tíu þúsund í Bandaríkjunum. ljósmynd/Topshop

Það mætti halda að Topshop hafi lært sín markaðstrikk hjá H.C. Andersen. En fyrirtækið hefur verið að framleiða buxur sem hafa vakið mikla athygli. Nú síðast seldust upp gegnsæjar gallabuxur hjá þeim. Já þetta hljómar pínu eins og buxur sem keisarinn úr ævintýrinu Nýju fötin keisarans hefði keypt. 

Það vakti athygli þegar gallabuxur úr gegnsæju efni seldust upp hjá Topshop nýlega. Þetta eru ekki einu buxurnar sem hafa vakið athygli hjá Topshop en fyrr í vetur settu þeir á markað gallabuxur með gegnsæjum bótum. Þeir hafa líka framleitt gallabuxur með áföstu gegnsæju pilsi. En segja má að þeir hafi toppað sig með gegnsæju buxunum.

Gallbuxurnar með gegnsæju bótunum voru líka vinsælar.
Gallbuxurnar með gegnsæju bótunum voru líka vinsælar. ljósmynd/Topshop

Konan á bak við buxurnar er Mo Riach, yfirhönnuður hjá Topshop, og samkvæmt Elle elskar hún umræðuna. „Við viljum trufla. Við viljum gera eitthvað sem fólk talar um,“ sagði Riach. „Það er jákvæður hlutur. Deilur og umræða er jákvæður hlutur, og við fáum viðskiptavini inn á síðuna út af því. Við elskum að geta gefið fólki tækifæri á að kaupa eitthvað nýtt á mettuðum markaði,“ sagði Riach um buxurnar. En hún segir að hönnunarteymið fái innblástur frá tískubloggurum og gömlum fötum. 

Það er því spurning hvað liggur að baki buxunum. Markaðsbrella eða hreinlega hreinn og beinn sköpunarkraftur. Eitt er víst að buxurnar hafa vakið athygli. 

Topshop hefur verið að prófa sig áfram í því að …
Topshop hefur verið að prófa sig áfram í því að þenja form gallabuxnanna. ljósmynd/Topshop
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál