Skítugir skór komnir í tísku?

Eru skítugir og sjúskaðir strigaskór við jakkaföt málið?
Eru skítugir og sjúskaðir strigaskór við jakkaföt málið? skjáskot/Vouge

Tími þess að henda stigaskónum í þvottavélina er liðinn eða að minnsta kosti í bili ef marka má skótísku síðustu misserin. Nýjasta dæmið er frá tískusýningu Gucci sem fram fór á dögunum. 

Skórnir á sýningunni vöktu athygli fyrir að virðast vera hálfskítugir, illa reimaðir og tungan ekki á sínum stað. Um leið og mamma þín byrjar að setja út á skóna þína ertu líklega í góðum málum. 

Vogue greinir frá því að Gucci sé ekki eina merkið sem selji skó sem virðast vera sjúskaðir. Balanciaga sýndi til að mynda skó í haustlínu sinni árið 2017 sem litu út fyrir að vera hvítir skór sem höfðu lent í stórum tepotti. 

Oft er talað um að skór gefi ýmislegt í skyn um manneskjuna sem gengur í þeim. Ef margir fara að ganga í skóm sem virðast vera sjúskaðir og gamlir hvað segir það um fólk?

Hægt er að hella tei yfir gömlu hvítu strigaskóna og …
Hægt er að hella tei yfir gömlu hvítu strigaskóna og þá er maður kominn með nýja skó. skjáskot/skor.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál