Eftirlætis maskari Andreu

Andrea Magnúsdóttir hlustar gjarnan á ráðleggingar vinkvenna sinna þegar hún …
Andrea Magnúsdóttir hlustar gjarnan á ráðleggingar vinkvenna sinna þegar hún leitar að nýjum snyrtivörum. ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Ég fékk hann að gjöf fyrir þremur árum og finnst hann frábær, hann gerir augnhárin falleg og eðlileg og fer ekki í kekki. Ég er pínu þannig að þegar ég finn eitthvað sem ég fíla þá er ég ekkert að skipta,“ segir Andrea um eftirlætis maskara sinn. 

Spurð að því hvort gæði og verð fari alltaf saman, eða hvort óhætt sé að kaupa snyrtivörur í ódýrari kantinum segir Andrea að hún kaupi einfaldlega vörur sem hún kann að meta.

„Snyrtibuddan mín er mjög blönduð, sumt dýrt, annað alls ekki. Ef ég kann vel við það sem ég er að nota þá er ég mjög tryggur kúnni. Þessi maskari sem ég er að nota núna er á góðu verði og góður,“ segir Andrea og bætir við að hún hlusti einnig gjarnan á ráðleggingar vinkvenna sinna þegar hún er í leit að nýjum vörum, enda klikki þær sjaldan.

„Annars horfi ég líka oft á umbúðirnar, þær draga mig oft fyrst til sín. Ég á til dæmis einn uppáhalds varalit frá YSL þar sem nafnið mitt er grafið í hann. Allar vinkonur mínar fengu þennan varalit með sínu nafni ein jólin,“ segir Andrea. En hvaða vörumerkjum skyldi hún vera hrifnust af?

„Lancome, L‘oreal, YSL og svo eru Urban Decay augnskuggarnir í uppáhaldi.“

Volume Million Lashes frá L‘oreal er í uppáhaldi hjá Andreu.
Volume Million Lashes frá L‘oreal er í uppáhaldi hjá Andreu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál