Svona þværðu hárið úti í geimnum

Nyberg lætur hárið oftast fljóta frjálst.
Nyberg lætur hárið oftast fljóta frjálst. Skjáskot/Facebook

Allir sem eru með sítt hár vita að það tekur langan tíma að þrífa og þurrka á sér hárið. En úti í geimnum, þar sem ekki er þyngdarafl og lítið er af vatni, getur verið mjög erfitt að halda hárinu hreinu og fínu. 

Sem betur fer hefur geimfarinn Karen Nyberg sem sýnt okkur hvernig sé best að gera þetta í myndbandi sem hún birti á Facebook. Löngu ljósu lokkarnir hennar, sem fengu venjulega að fljóta frjálsir þegar hún sást í fjölmiðlum, vöktu mikla athygli þegar hún var staðsett í Alþjóðlegu geimstöðinni árið 2013.  

„Það eru mjög margir sem spyrja mig hvernig ég haldi hárinu mínu hreinu þegar ég er í geimnum,“ segir hún í myndbandinu. „Og nú ætla ég bara að sýna ykkur hvernig ég geri það.“

Nyberg notar volgt vatn, þurrsjampó, handklæði og bursta en í geimnum eru engar hárvörur eða hárblásarar. Geimfarar þurrka sér með blautþurrkum í stað þess að fara í sturtu, til þess að spara vatn. 

„Ég byrja á því að setja smá heitt vatn á hársvörðinn,“ sagði hún. „Ég er með spegill hérna svo ég get svona næstum því séð hvað ég er að gera.“

Þegar hún byrjar að sprauta vatninu í hársvörðinn má sjá vatnið mynda litla bolta og fljóta í burtu frá henni. „Stundum kemst vatnið í burtu frá þér,“ segir hún og grípur um nokkrar vatnskúlur. „En þú verður bara að reyna að grípa eins mikið af vatninu og þú getur.“ 

Síðan notar hún þurrsjampó í hársvörðin og grípur handklæði.

„Ég tek handklæðið og nudda því um allt, því ég stend ekki undir rennandi vatni og þarf því að nota handklæðið til að ná öllum skítnum úr,“ segir hún.

Í lok sprautar hún aðeins meir af vatni í hárið og segir þá hárið sitt tandurhreint. 

Hér má sjá myndband Nynberg í fullri lengd: 

Geimfarinn Karen Nyberg fær oft spurningar um hárið á sér …
Geimfarinn Karen Nyberg fær oft spurningar um hárið á sér þegar hún er út í geimnum. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál