Gjörbreytti sköllóttri konu

Það eru ekki bara karlmenn sem missa hárið.
Það eru ekki bara karlmenn sem missa hárið. skjáskot/Instagram

Það eru ekki bara karlmenn sem fá skalla. Konur eiga það líka til að missa hár með aldrinum. Læknar geta vissulega hjálpað til og komið með góð ráð þegar hárið fer að þynnast en hárgreiðslufólk býr einnig yfir góðum ráðum og lausnum. 

Charie Amor, hárgreiðslukona í Brooklyn, birti myndband þar sem hún gjörbreytir útliti konu sem hafði misst heilmikið hár. Útkoman er heldur betur flott og það er ekki að sjá að konan hafi verið nærri því sköllótt. 

Það er ekki að sjá að þessi kona hafi verið …
Það er ekki að sjá að þessi kona hafi verið sköllótt. skjáskot/Instagram

Í myndbandinu sem hún setti á Instagram sést hvernig Amor festir net yfir skallann og saumar síðan hár í netið. Miðað við það hvernig tókst til þarf ekki endilega kvíða því að verða sköllóttur. Svo má ekki gleyma því heldur að það má vel bera skallann með stolti. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál