Ilmurinn sem beðið hefur verið eftir

„Nýtt nafn, ný flaska, nýr innblástur og nýr ilmur. Það eru liðin fimmtán ár frá því að franska tískuhúsið Chanel færði okkur nýjan ilm sem unninn er frá grunni en nú er kominn á markað Chanel Gabrielle Eau de Parfum og hefur ríkt mikil eftirvænting eftir ilmvatninu,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands í sinni nýjustu grein: 

Coco Chanel.
Coco Chanel. mbl.is/AFP

Innblásturinn

Áður en hún var þekkt sem Coco hét hún Gabrielle Bonheur Chanel og mætti segja að tískuhúsið sæki innblástur frá þeim tíma, áður en hún varð Coco Chanel. Gabrielle synti á móti straumnum, uppreisnarmaður í hjarta sínu og hannaði fatnað sem frönskum konum leið vel í. Gabrielle er Chanel í sínu hreinasta formi. Með þetta í huga er hið nýja ilmvatn hannað fyrir konur sem velja sína eigin leið, hafa trú á sjálfum sér og mætti sínum.

Hönnun flöskunnar

Sérlega fínlegt gler var notað við gerð flöskunnar svo ljóminn af ilminum myndi skína í gegn óhindraður og tók það marga mánuði að þróa svo þunnt gler fyrir ilmvatnsflöskuna. Flaskan er ferningslöguð og metaltónn umbúðanna er mitt á milli gulls og silfurs en hann á rætur sínar að rekja í hátískuefnin sem varðveitt eru í arfleifðarsafni Chanel.

Gabrielle Chanel_Still life 1

Ilmurinn

Þegar ilmhönnuðurinn Olivier Polge hóf að búa til Gabrielle ímyndaði hann sér blóm sem væri geislandi, glitrandi og einstaklega kvenlegt. Blómið byggðist á vendi fjögurra hvítra blóma: jasmín, ylang-ylang, appelsínublóma ásamt tuberose frá Grasse. Þessi hvítu blóm endurspeglast svo í fjórum hornum flöskunnar. Toppnótur ilmvatnsins byggjast á mandarínu, greipaldin og sólberjum sem leiða okkur inn í hjarta fyrrnefndra hvítra blóma. Botninn byggir á sandalviði og moskus.

Kristen Stewart heldur áfram að vera andlit ilmvatna og snyrtivara Chanel en hér fyrir neðan má sjá stuttmynd með henni þar sem tónar Beyoncé hljóma undir. Í stuttmyndinni er Kristen að rífa sig úr fjötrum sem halda aftur af henni og er þar vitnað í sögu Gabrielle Chanel og hvernig hún reif sig sjálf úr fjötrum til að verða sú kona sem hún vildi vera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál