Ilmurinn sem beðið hefur verið eftir

„Nýtt nafn, ný flaska, nýr innblástur og nýr ilmur. Það eru liðin fimmtán ár frá því að franska tískuhúsið Chanel færði okkur nýjan ilm sem unninn er frá grunni en nú er kominn á markað Chanel Gabrielle Eau de Parfum og hefur ríkt mikil eftirvænting eftir ilmvatninu,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands í sinni nýjustu grein: 

Coco Chanel.
Coco Chanel. mbl.is/AFP

Innblásturinn

Áður en hún var þekkt sem Coco hét hún Gabrielle Bonheur Chanel og mætti segja að tískuhúsið sæki innblástur frá þeim tíma, áður en hún varð Coco Chanel. Gabrielle synti á móti straumnum, uppreisnarmaður í hjarta sínu og hannaði fatnað sem frönskum konum leið vel í. Gabrielle er Chanel í sínu hreinasta formi. Með þetta í huga er hið nýja ilmvatn hannað fyrir konur sem velja sína eigin leið, hafa trú á sjálfum sér og mætti sínum.

Hönnun flöskunnar

Sérlega fínlegt gler var notað við gerð flöskunnar svo ljóminn af ilminum myndi skína í gegn óhindraður og tók það marga mánuði að þróa svo þunnt gler fyrir ilmvatnsflöskuna. Flaskan er ferningslöguð og metaltónn umbúðanna er mitt á milli gulls og silfurs en hann á rætur sínar að rekja í hátískuefnin sem varðveitt eru í arfleifðarsafni Chanel.

Gabrielle Chanel_Still life 1

Ilmurinn

Þegar ilmhönnuðurinn Olivier Polge hóf að búa til Gabrielle ímyndaði hann sér blóm sem væri geislandi, glitrandi og einstaklega kvenlegt. Blómið byggðist á vendi fjögurra hvítra blóma: jasmín, ylang-ylang, appelsínublóma ásamt tuberose frá Grasse. Þessi hvítu blóm endurspeglast svo í fjórum hornum flöskunnar. Toppnótur ilmvatnsins byggjast á mandarínu, greipaldin og sólberjum sem leiða okkur inn í hjarta fyrrnefndra hvítra blóma. Botninn byggir á sandalviði og moskus.

Kristen Stewart heldur áfram að vera andlit ilmvatna og snyrtivara Chanel en hér fyrir neðan má sjá stuttmynd með henni þar sem tónar Beyoncé hljóma undir. Í stuttmyndinni er Kristen að rífa sig úr fjötrum sem halda aftur af henni og er þar vitnað í sögu Gabrielle Chanel og hvernig hún reif sig sjálf úr fjötrum til að verða sú kona sem hún vildi vera.

mbl.is

Dior-dragtin stóð fyrir sínu

06:00 Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, var heldur betur settleg til fara þegar hún hitti Harry Bretaprins á dögunum.  Meira »

Hlýlegt og huggulegt í Barmahlíð

Í gær, 22:00 Við Barmahlíð í Reykjavík stendur reisulegt hús, en þar er finna afar huggulega fjögurra herbergja íbúð. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð, eldhúsið var tekið í gegn árið 2012 en þar er að finna gegnheila eikarinnréttingu. Þá setja fallegar grænbláar flísar skemmtilegan svip á baðherbergið. Meira »

Þetta gerist ef þú heldur áfram í sykurleysi

Í gær, 19:00 „Það að hætta í sykri mun jafna orkuna hjá þér. Það hætta að vera hæðir og lægðir og þú ættir að upplifa jafnari og mun meiri orku. Þú vaknar ferskari, sefur mögulega betur og hvílist þar með betur og það skilar sér í mörgu sem þú þarft að takast á við yfir daginn í vinnu, skóla eða heima fyrir.“ Meira »

Heillandi lína Evu Einarsdóttur

Í gær, 17:34 Eva Einarsdóttir, yfirhönnuður hjá Geysi, sýndi sína fjórðu línu fyrir fyrirtækið. Línan í ár nefnist Skugga-Sveinn og var hún sýnd fyrir troðfullu Héðinshúsi. Meira »

Í 20 þúsund króna kjól á fyrsta opinbera viðburðinum

Í gær, 14:34 Harry Bretaprins og Meghan Markle brugðu undir sig betri fætinum á dögunum þegar þau skelltu sér saman opnunarhátíð Invictus-leikanna í Toronto. Leikkonan var að sjálfsögðu óaðfinnanlega til höfð. Meira »

Er sambandið þitt í hættu?

Í gær, 12:19 Oft verða smáatriði að stórmálum þegar sambandið er komið á þetta stig og ástaratlotin minnka smám saman eða hverfa að mestu eða öllu úr sambandinu. Meira »

Next með „stórar stærðir“ í barnadeildinni

í gær Það er ekki óalgengt að fataverslanir fyrir fullorðna bjóði upp á stærri stærðir, það er hins vegar ekki jafnalgengt að barnafatadeildir bjóði upp á stórar stærðir. Meira »

Dásamleg frumsýning

Í gær, 09:03 Stykkið Óvinur fólksins var frumsýnt á föstudaginn á stóra sviði Þjóðleikhússins. Margmenni var á frumsýningunni en verkið er eitt frægasta leikverk Henriks Ibsens í nýrri leikgerð. Una Þorleifsdóttir leikstýrir verkinu. Meira »

Lærðu að þekkja dulnefni sykurs

í fyrradag „Í tilefni af átakinu Sykurlaus september, datt mér í hug að skrifa smá um sykur og þau ótal dulnefni sem hann er falinn undir. Auðvitað hafa margar greinar verið skrifaðar um sykur og áhrif hans á líkama okkar, svo og um það hversu háan sykurstuðul tiltekin sætuefni hafa.“ Meira »

Heiðrún og Hjörvar eiga von á barni

í fyrradag Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Hjörvar Hafliðason eiga von á barni. Hún er komin 20 vikur á leið. Parið tilkynnti um óléttuna á Instragram. Meira »

Ertu að koma í veg fyrir svitalyktina rétt?

í fyrradag Það er fastur liður hjá mörgum að setja á sig svitalyktareyði áður en farið er út úr húsi á morgnana. Það er tóm vitleysa ef notaður er svitalyktareyðir sem vinnur að því að koma í veg fyrir svita. Meira »

Nauðsynlegt að vera með mottur á gólfum

í fyrradag Mottur hafa gengið í endurnýjun lífdaga síðustu árin. Nú þykir fólk ekki vera með á nótunum ef það er ekki með mottur í stofunni, eldhúsinu eða jafnvel á baðherberginu. Meira »

Með fjársjóð af mögnuðum fæðingarsögum

í fyrradag Auður Bjarnadóttir hefur kennt meðgöngujóga í heil 17 ár, en sjálf kynntist hún því þegar hún gekk með yngsta son sinn. Auður hafði þá nýlokið jógakennaranámi og var búsett í Bandaríkjunum. Meira »

Kokkur Miröndu Kerr segir frá

24.9. Þó svo að Miranda Kerra reyni að halda sig í hollustunni finnst henni gott að fá sér súkkulaðiköku af og til.   Meira »

Erfitt að vera í opnu sambandi

23.9. „Maki minn hefur fengið aukinn áhuga á fjölkvæni og mér finnst það spennandi. Þegar hún stundar kynlíf með einhverjum öðrum finnst mér það oft mjög sérstakt og ástríkt þegar við erum saman aftur.“ Meira »

Þetta ættirðu ekki að kaupa segja hönnuðir

23.9. Þú ættir ef til vill að hugsa þig tvisvar um áður en þú kaupir sérhönnuð barnahúsgögn eða heilt sófasett.   Meira »

Æfir sex daga vikunnar

í fyrradag Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og fitness-drottning, segir að það skipti hana miklu máli að vera í góðu formi. Hún æfir sex daga vikunnar og gætir þess vel að hafa aldrei nammidaga marga daga í röð. Meira »

Börn fá gáfurnar frá mæðrum sínum

23.9. Konur sem vilja eignast gáfuð börn þurfa ekki endilega að bíða eftir skarpasta hnífnum í skúffunni.   Meira »

Heldur fram hjá með mismunandi mönnum

23.9. „Í fimm ár höfum við ekki bara sofið hvort í sínu rúminu heldur höfum við verið með hvort sitt herbergið. Þetta var mitt val, ég er hætt að laðast að honum kynferðislega.“ Meira »

Borðaði af sér 50 kíló

23.9. „Heilsan var orðin svo slæm að ég var orðin öryrki. Ég var komin á botninn heilsufarslega séð og hafði engu að tapa.“  Meira »