Svona færðu fullkomna húð

Lilja Ósk Sigurðardóttir er snyrtipenni Smartlands.
Lilja Ósk Sigurðardóttir er snyrtipenni Smartlands.

„Japanskar konur eru þekktar fyrir fallega húð sína og eldist húð þeirra betur en gengur og gerist en hver er galdurinn? Gleymdu hinni frægu japönsku 10 þrepa-húðumhirðu sem þú hefur líklegast lesið um í öllum tímaritum því það er ekki leyndarmálið á bak við unglegt útlit japanskra kvenna, sjálfar segja þær að minna sé meira í þessum efnum og hafa húðlæknar sagt að húðin séu ekki einu sinni fær um að taka við öllum þessum lögum af húðvörum á einu bretti. Það er ný húðumhirðurútína að ná vinsældum og hún snýst um að einfalda hlutina og viðhalda þeim,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, í sínum nýjasta pistli: 

Eftirfarandi skref eru sögð koma húðinni í sitt besta ástand:

1. Mildur andlitshreinsir

Það er fátt verra að þurrka upp húðina með of öflugum andlitshreinsi, hvað þá þegar við búum við jafnkalt loftslag og á Íslandi. Það er yfirleitt nóg að skola húðina með hreina íslenska vatninu á morgnana en mikilvægara er að nota andlitshreinsi á kvöldin til að þrífa af umhverfismengun sem safnast hefur fyrir og til að taka af farða ef hann er á húðinni. 
Prófaðu nýja Shiseido WASO Quick Gentle Cleanser en hann er úr nýjustu húðvörulínu japanska snyrtivörumerkisins. Þessi andlitshreinsir er olíu- og alkóhólslaus, án parabena og inniheldur m.a. hunang sem nærir húðina og trimethyglycine sem viðheldur raka hennar. 

6
Shiseido WASO Quick Gentle Cleanser, 4.499 kr.

2. Olíuhreinsir 
Japanskar konur nota gjarnan hina frægu tvíþættu hreinsun, þ.e. fyrst farðahreinsir og svo olíuhreinsir, en olíuhreinsirinn leysir upp allt það sem kann að verða eftir á húðinni eftir fyrstu húðhreinsunina og leysir upp stíflur í húðholunum. Tileinkaðu þér tvíþætta andlitshreinsun ef þú ert að nota mikinn farða og/eða sólarvörn. Sérstaklega er mælt með Clear Skin Cleanser frá íslenska fyrirtækinu Rå Oils en sá olíuhreinsir hefur verið að fá mikið lof undanfarið. Fæst á Beautybox.is. 

111
Rå Oils Clear Skin Cleanser, 6.930 kr. (Beautybox.is)

3. Andlitsvatn
Eftir að hafa þvegið húðina er nauðsynlegt að jafna hana og mýkja með andlitsvatni eða -geli. Shiseido WASO Fresh Jelly Lotion er það nýjasta á markaðnum í þessum flokki og er alkóhóllaust og rakagefandi gel sem inniheldur m.a. snæskjálfa (e. white jelly mushroom) sem veitir raka í dýpstu húðlög og dipotassium glycyrrhizate sem dregur úr roða í húðinni.

5
Shiseido WASO Fresh Jelly Lotion, 4.499 kr.

4. Serum
Enn þá eru einhverjir þarna úti sem hafa ekki náð því hvað serum er en það er í raun öflug formúla sem valin er eftir því hver þín helstu húðvandamál eru. Sum serum vinna gegn fínum línum, önnur lyfta húðinni, vinna gegn stórum svitaholum og svona mætti áfram telja. Flestir byrja að nota serum um og eftir þrítugt og er talað um að nota þau kvölds og morgna en mörgum nægir að nota serum einungis á kvöldin. Serum er stór hluti af góðri húðumhirðu af því þau eru svo kröftug og því mikilvægt að finna þá formúlu sem hentar hverjum og einum. Það eru tvö serum sem eru hvað mest seld á snyrtivörumarkaðnum því þau virðast virka húðbætandi almennt en það eru Estée Lauder Advanced Night Repair og Clarins Double Serum en nú er komin glæný formúla af Double Serum sem inniheldur 20 öflug plöntuextrökt ásamt túrmerík. Clarins Double Serum vinnur gegn fínum línum og hrukkum, jafnar húðtón og eykur ljóma húðarinnar. 

2

Clarins Double Serum, 12.899 kr. 

5. Rakakrem
Gott rakakrem getur gert kraftaverk fyrir húðina og með því að veita húðinni stöðugan raka heldurðu henni ávallt í sínu besta ástandi. Fyrir utan það að drekka nægt vatn og takmarka neyslu koffíns og áfengis er mikilvægt að temja sér þann vana að nota rakakrem kvölds og morgna. Það er áberandi minna talað um hrukkukrem í dag og snyrtivörutímaritið Allure hefur bannað orðasamhengið „anti-aging“ og við sjáum aukningu á öflugum rakakremum í staðinn. Chanel Hydra Beauty Micro Créme er öflugt rakakrem fyrir allar húðgerðir sem veitir 24 klukkustunda raka. Þessi formúla er einstök fyrir míkró-dropana sem hún inniheldur en þeir búa yfir Camellia Alba OFA (oleofractioned active) sem er mjög hrein Camellia Alba-olía og gefur húðinni aukna fyllingu og raka. Rakakremið inniheldur sömuleiðis Camellia Alba PFA (polyfractioned active) sem heldur uppi rakastigi húðarinnar ásamt andoxandi Blue Ginger PFA sem verndar og styrkir varnarkerfi húðarinnar. Fullkomnaðu rakagjöfina með því að nota Chanel Hydra Beauty Micro Serum á undan.

Untitled design (1)
Chanel Hydra Beauty Micro Cream, 12.899 kr., og Chanel Hydra Beauty Micro Sérum, 12.999 kr.

6. Sólarvörn
Margar japanskar konur forðast sólina eins og djöfulinn og nota ávallt öfluga sólarvörn og jafnvel sólhlíf. Sólin er það sem eyðileggur ásýnd húðar okkar hvað hraðast og því meira sem við erum í sól án sólarvarnar því hraðar myndast hrukkur á húðinni. Þú getur sparað þér tíma með því að nota Shiseido WASO Color Smart Day Moisturizer SPF 30 en það er sérlega áhugaverð formúla sem aðlagar sig húðlit þínum og jafnar þannig húðtóninn eins og léttur farði ásamt því að veita húðinni raka og góða sólarvörn. Formúlan inniheldur jafnframt heilar gulrótarfrumur sem stuðla að heilbrigðri húð og púðuragnir sem vernda húðina gegn mengun. Einnig er hægt að fá Shiseido WASO Color Smart Day Moisturizer SPF 30 Oil-Free sem er mattandi og olíulaus formúla.

Untitled design (1) copy

Shiseido WASO Color Smart Day Moisturizer, 6.199 kr.


7. Andlitsmaski
Notaðu andlitsmaska einu sinni í viku til að hressa húðina við. Hægt er að fá andlitsmaska sem henta sérstaklega þinni húðgerð má nefna vinsæla maska eins og Origins Drink Up Intensive Overnight Mask, ef húð þína vantar raka, og leirmaskana frá Rå Oils sem koma í þremur útgáfum eftir því hvað húðin þín þarf. Um er að ræða maska sett sem inniheldur maskaduft, lífrænt blómavatn úr rósum, geranium eða appelsínum (eftir því um hvaða maska sett ræðir), og lífrænan bómullarþvottapoka. Notaðu Miracle Clay Mask til að djúphreinsa húðina, Radiance Clay Mask til að afeitra húðina og Serenity Clay Mask til að róa og mýkja húðina. Rå Oils fæst á Beautybox.is.

1

Rå Oils Serenity Clay Mask, 9.980 kr. (Beautybox.is)

mbl.is

Ljótustu skópör allra tíma

15:00 Sumir skór eru einfaldlega svo ljótir að ótrúlegt er að einhver skuli hafa haft hugmyndaflug til að hanna þá.   Meira »

Berglind með gott partí

12:00 Matarbloggarinn og hjúkrunarfræðingurinn Berglind Guðmundsdóttir hélt glæsilegt teiti í gær vegna útkomu bókarinnar Gulur, rauður, grænn og salt. Meira »

„Það má alltaf bæta í safnið“

09:00 Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir er með fágaðan smekk og hefur mikið dálæti á fallegum töskum. Það er því ekki úr vegi að fá að forvitnast aðeins um herlegheitin, en Lína Birgitta sat fyrir svörum. Meira »

Jólapartí Stellu á Hverfisbarnum

06:00 Stella Artois hélt sitt árlega jólapartí á dögunum en það var haldið til að fagna hátíðarútgáfu Stella Artois í 750 ml flösku. Teitið var haldið á Hverfisbarnum og var afar vel mætt. Meira »

Hélt fram hjá með vinkonu kærustunnar

Í gær, 23:00 „Hún hallaði sér að mér og kyssti mig um leið og við komum inn. Eitt leiddi af öðru og við enduðum á því að stunda kynlíf. Ég fór heim eftir það og sá strax eftir því sem ég hafði gert.“ Meira »

Hallgrímur og Agla fögnuðu Fuglum

Í gær, 20:00 Íslenskir fuglar eru í forgrunni í bókinni Fuglar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygering. Henni var fagnað ákaft í sal Grafíkfélagsins við Tryggvagötu í gærkvöldi. Meira »

Arnar og Jón kunna að halda partí

í gær Veitingastaðurinn Library opnaði á dögunum í Keflavík. Af því tilefni var blásið til teitis á staðnum sjálfum og var aldeilis stuð og stemning. Arnar Gauti Sverrisson og Jón Gunnar Geirdal sáu um að breyta staðnum, búa til nýjan matseðil og hönnuður stemningu sem þykir ákaflega eftirsóknarverð. Meira »

Rúnar og Guðrún eignuðust son

í gær Rúnar Freyr Gíslason og Guðrún Jóna Stefánsdóttur eignuðust son í nótt. Sonurinn er barn númer sex í barnahópnum.   Meira »

Stuð á kvennakvöldi Ellingsen

í gær Það var stemning úti á Granda þegar Ellingsen hélt konukvöld í gær. Dj Sóley og Dj Dóra sáu um tónlistina. Svo var fantafínn afsláttur og var hann nýttur til fulls. Meira »

Konungleg veisla í Norræna húsinu

í gær Konunglega norska sendiráðið á Íslandi og John Lindsay hf. buðu til makrílsveislu í Norræna húsinu í gær. Tilefnið var að hinn vinsæli norski Stabburet-makríll er kominn á markað hér á landi. Meira »

Fötin sem koma þér á stefnumót

í gær Það er ekki sama í hverju við erum þegar markmiðið er að heilla tilvonandi elskhuga. Ákveðnar flíkur eru betri en aðrar.   Meira »

Kynlífið ekki forgangsatriði

í fyrradag „Kynlíf og samskipti voru góð til að byrja með en nú segist hún oft vera of þreytt, stressuð eða veik. Hún segir að kynlíf sé ekki forgangsatriði hjá henni og byrjar það eiginlega aldrei þrátt fyrir að vera hrifin af kúri og keleríi.“ Meira »

Clinton og Trump ekki svo ólík

í fyrradag Hillary Clinton og Donald Trump eiga það sameiginlegt að hafa keppst um forsetastól Bandaríkjanna. Þegar betur er gáð kemur í ljós að þau ekki með svo ósvipað hár auk þess að þau hafa klæðst svipuðum fötum. Meira »

Guðni fór heim með nokkra boli

16.11. Mikil gleði ríkti í Mengi þegar sviðslistahátíðin Everybody's Spectacular var fagnað. Forseti Íslands og aðrir listunnendur létu sig ekki vanta. Meira »

Gleymdi að gera ráð fyrir ástinni

16.11. Einar Már Guðmundsson skrifar um Harald í sinni nýjustu bók sem gleymdi að gera ráð fyrir ástinni þegar hann lagði af stað í ferðalag. Meira »

Hamingjusamari eftir að hún fitnaði

16.11. Fyrirsætan La'Tecia Thomas hefur farið upp um nokkrar fatastærðir, þrátt fyrir það er hún hamingjusamari en áður en hún fitnaði. Viðhorf hennar til lífsins breyttist og um leið efldist sjálfstraustið. Meira »

Fantaflott hönnun á Njálsgötunni

í fyrradag Það var glatt á hjalla þegar Raus Reykjavík, sem er nýtt og spennandi gullsmíðaverkstæði, hélt opnunarteiti á Njálsgötu 22. Allir skartgripirnir eru handsmíðaðir og mjög fallegir og vandaðir. Meira »

Er kominn tími til að vekja rassinn?

16.11. Við mikla setu styttast vöðvarnir og það slokknar á rassvöðvunum. Ef ekki er hugað að rassvöðvunum leggjast þeir hreinlega í dvala. Meira »

Börnin þurfa að vinna fyrir sér

16.11. Þau ríku og frægu gætu gefið börnum sínum svo mikinn pening að þau gætu verið í fríi á sólarströnd allt sitt líf. Margar stjörnur ætla þó ekki að láta börnin komast upp með það að vinna ekki handtak. Meira »

Greip pabba sinn í bólinu með öðrum manni

15.11. „Einn daginn var ég veikur og kom fyrr heim úr skólanum þannig að ég gekk inn á nakinn pabba minn á fullu með kærasta systur minnar.“ Meira »
Meira píla