Svona færðu fullkomna húð

Lilja Ósk Sigurðardóttir er snyrtipenni Smartlands.
Lilja Ósk Sigurðardóttir er snyrtipenni Smartlands.

„Japanskar konur eru þekktar fyrir fallega húð sína og eldist húð þeirra betur en gengur og gerist en hver er galdurinn? Gleymdu hinni frægu japönsku 10 þrepa-húðumhirðu sem þú hefur líklegast lesið um í öllum tímaritum því það er ekki leyndarmálið á bak við unglegt útlit japanskra kvenna, sjálfar segja þær að minna sé meira í þessum efnum og hafa húðlæknar sagt að húðin séu ekki einu sinni fær um að taka við öllum þessum lögum af húðvörum á einu bretti. Það er ný húðumhirðurútína að ná vinsældum og hún snýst um að einfalda hlutina og viðhalda þeim,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, í sínum nýjasta pistli: 

Eftirfarandi skref eru sögð koma húðinni í sitt besta ástand:

1. Mildur andlitshreinsir

Það er fátt verra að þurrka upp húðina með of öflugum andlitshreinsi, hvað þá þegar við búum við jafnkalt loftslag og á Íslandi. Það er yfirleitt nóg að skola húðina með hreina íslenska vatninu á morgnana en mikilvægara er að nota andlitshreinsi á kvöldin til að þrífa af umhverfismengun sem safnast hefur fyrir og til að taka af farða ef hann er á húðinni. 
Prófaðu nýja Shiseido WASO Quick Gentle Cleanser en hann er úr nýjustu húðvörulínu japanska snyrtivörumerkisins. Þessi andlitshreinsir er olíu- og alkóhólslaus, án parabena og inniheldur m.a. hunang sem nærir húðina og trimethyglycine sem viðheldur raka hennar. 

6
Shiseido WASO Quick Gentle Cleanser, 4.499 kr.

2. Olíuhreinsir 
Japanskar konur nota gjarnan hina frægu tvíþættu hreinsun, þ.e. fyrst farðahreinsir og svo olíuhreinsir, en olíuhreinsirinn leysir upp allt það sem kann að verða eftir á húðinni eftir fyrstu húðhreinsunina og leysir upp stíflur í húðholunum. Tileinkaðu þér tvíþætta andlitshreinsun ef þú ert að nota mikinn farða og/eða sólarvörn. Sérstaklega er mælt með Clear Skin Cleanser frá íslenska fyrirtækinu Rå Oils en sá olíuhreinsir hefur verið að fá mikið lof undanfarið. Fæst á Beautybox.is. 

111
Rå Oils Clear Skin Cleanser, 6.930 kr. (Beautybox.is)

3. Andlitsvatn
Eftir að hafa þvegið húðina er nauðsynlegt að jafna hana og mýkja með andlitsvatni eða -geli. Shiseido WASO Fresh Jelly Lotion er það nýjasta á markaðnum í þessum flokki og er alkóhóllaust og rakagefandi gel sem inniheldur m.a. snæskjálfa (e. white jelly mushroom) sem veitir raka í dýpstu húðlög og dipotassium glycyrrhizate sem dregur úr roða í húðinni.

5
Shiseido WASO Fresh Jelly Lotion, 4.499 kr.

4. Serum
Enn þá eru einhverjir þarna úti sem hafa ekki náð því hvað serum er en það er í raun öflug formúla sem valin er eftir því hver þín helstu húðvandamál eru. Sum serum vinna gegn fínum línum, önnur lyfta húðinni, vinna gegn stórum svitaholum og svona mætti áfram telja. Flestir byrja að nota serum um og eftir þrítugt og er talað um að nota þau kvölds og morgna en mörgum nægir að nota serum einungis á kvöldin. Serum er stór hluti af góðri húðumhirðu af því þau eru svo kröftug og því mikilvægt að finna þá formúlu sem hentar hverjum og einum. Það eru tvö serum sem eru hvað mest seld á snyrtivörumarkaðnum því þau virðast virka húðbætandi almennt en það eru Estée Lauder Advanced Night Repair og Clarins Double Serum en nú er komin glæný formúla af Double Serum sem inniheldur 20 öflug plöntuextrökt ásamt túrmerík. Clarins Double Serum vinnur gegn fínum línum og hrukkum, jafnar húðtón og eykur ljóma húðarinnar. 

2

Clarins Double Serum, 12.899 kr. 

5. Rakakrem
Gott rakakrem getur gert kraftaverk fyrir húðina og með því að veita húðinni stöðugan raka heldurðu henni ávallt í sínu besta ástandi. Fyrir utan það að drekka nægt vatn og takmarka neyslu koffíns og áfengis er mikilvægt að temja sér þann vana að nota rakakrem kvölds og morgna. Það er áberandi minna talað um hrukkukrem í dag og snyrtivörutímaritið Allure hefur bannað orðasamhengið „anti-aging“ og við sjáum aukningu á öflugum rakakremum í staðinn. Chanel Hydra Beauty Micro Créme er öflugt rakakrem fyrir allar húðgerðir sem veitir 24 klukkustunda raka. Þessi formúla er einstök fyrir míkró-dropana sem hún inniheldur en þeir búa yfir Camellia Alba OFA (oleofractioned active) sem er mjög hrein Camellia Alba-olía og gefur húðinni aukna fyllingu og raka. Rakakremið inniheldur sömuleiðis Camellia Alba PFA (polyfractioned active) sem heldur uppi rakastigi húðarinnar ásamt andoxandi Blue Ginger PFA sem verndar og styrkir varnarkerfi húðarinnar. Fullkomnaðu rakagjöfina með því að nota Chanel Hydra Beauty Micro Serum á undan.

Untitled design (1)
Chanel Hydra Beauty Micro Cream, 12.899 kr., og Chanel Hydra Beauty Micro Sérum, 12.999 kr.

6. Sólarvörn
Margar japanskar konur forðast sólina eins og djöfulinn og nota ávallt öfluga sólarvörn og jafnvel sólhlíf. Sólin er það sem eyðileggur ásýnd húðar okkar hvað hraðast og því meira sem við erum í sól án sólarvarnar því hraðar myndast hrukkur á húðinni. Þú getur sparað þér tíma með því að nota Shiseido WASO Color Smart Day Moisturizer SPF 30 en það er sérlega áhugaverð formúla sem aðlagar sig húðlit þínum og jafnar þannig húðtóninn eins og léttur farði ásamt því að veita húðinni raka og góða sólarvörn. Formúlan inniheldur jafnframt heilar gulrótarfrumur sem stuðla að heilbrigðri húð og púðuragnir sem vernda húðina gegn mengun. Einnig er hægt að fá Shiseido WASO Color Smart Day Moisturizer SPF 30 Oil-Free sem er mattandi og olíulaus formúla.

Untitled design (1) copy

Shiseido WASO Color Smart Day Moisturizer, 6.199 kr.


7. Andlitsmaski
Notaðu andlitsmaska einu sinni í viku til að hressa húðina við. Hægt er að fá andlitsmaska sem henta sérstaklega þinni húðgerð má nefna vinsæla maska eins og Origins Drink Up Intensive Overnight Mask, ef húð þína vantar raka, og leirmaskana frá Rå Oils sem koma í þremur útgáfum eftir því hvað húðin þín þarf. Um er að ræða maska sett sem inniheldur maskaduft, lífrænt blómavatn úr rósum, geranium eða appelsínum (eftir því um hvaða maska sett ræðir), og lífrænan bómullarþvottapoka. Notaðu Miracle Clay Mask til að djúphreinsa húðina, Radiance Clay Mask til að afeitra húðina og Serenity Clay Mask til að róa og mýkja húðina. Rå Oils fæst á Beautybox.is.

1

Rå Oils Serenity Clay Mask, 9.980 kr. (Beautybox.is)

mbl.is

Þetta ættirðu ekki að kaupa segja hönnuðir

15:00 Þú ættir ef til vill að hugsa þig tvisvar um áður en þú kaupir sérhönnuð barnahúsgögn eða heilt sófasett.   Meira »

Borðaði af sér 50 kíló

12:00 „Heilsan var orðin svo slæm að ég var orðin öryrki. Ég var komin á botninn heilsufarslega séð og hafði engu að tapa.“  Meira »

Svakalegt skvísuteiti hjá Thelmu

09:00 Thelma Dögg Guðmundsen opnaði vefinn gudmundsen.is í vikunni. Það varð ekki þverfótað fyrir skvísum í boðinu eins og sést á myndunum. Meira »

Þreytt börn sýna allt önnur einkenni

06:00 Sálfræðingurinn Erla Björnsdóttir er sérfróð um svefnvandamál, en í ár gaf hún út fræðsluritið Svefn. Að auki er Erla fjögurra barna móðir og hefur því einu sinni eða tvisvar þurft að eiga við börn sem vilja alls ekki fara í bólið. Meira »

Þetta er meðallengd kynlífs

Í gær, 23:59 Það er ekki endilega þannig að allir aðrir stundi lengra og meira kynlíf en þú. Segja má að flestir stundi kynlíf í frekar stuttan tíma. Meira »

Þegar milljarðamæringur giftir sig

Í gær, 21:00 Þegar einstaklingur sem hugsar um að hafa myndir fullkomnar giftist syni rússnesks milljarðamærings enda skreytingarnar með ósköpum. Meira »

„Ég var alveg í ruglinu“

í gær Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson stýrir þættinum Turninn á K100. Í þættinum opnaði hann sig upp á gátt en hann hefur barist við kvíða um langt skeið. Í þessu hljóðbroti segir Ólafur Darri frá því hvernig hann náði tökum á kvíðanum. Meira »

Náttúruleg efni fá að njóta sín

Í gær, 18:00 Hér gefur að líta einstaklega fallegt hús þar sem náttúruleg efni fá að njóta sín og kallast skemmtilega á við litrík húsgögn. Meira »

Kolsvört sykurskýrsla

í gær „Þorgrímur Þráinsson náði frábærum árangri á sínum tíma þegar hann gekk vasklega fram gegn reykingum landsmanna. Auglýsingar og áróður gegn sígaréttum voru beinskeyttar og kannski þótti mörgum vera alið á hræðsluáróðri en nú vitum við að sígarettureykingar eru alveg jafn hræðilegar og haldið var fram.“ Meira »

Megrunarhlé besta megrunin

í gær Ef megrunin sem þú ert í er ekki að virka gæti það verið vegna þess að þú ert ekki að taka þér frí frá megruninni.   Meira »

Heillandi piparsveinaíbúð í 101

í gær Magnús Júlíusson verkfræðingur, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar og stundakennari við Háskólann í Reykjavík, býr í afar smekklegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Magnús er einhleypur og flutti í íbúðina síðasta sumar. Það sem heillaði hann var þessi mikla lofthæð og guðdómlega útsýnið yfir miðbæ Reykjavíkur. Meira »

Stutt og flegið í fæðingarorlofinu

í fyrradag Beyoncé er ekki bara heima í jogging-gallanum í fæðingarorlofinu. Hún er dugleg að skvísa sig upp og sýna línurnar.   Meira »

Hvernig eldhúsbekk á ég að fá mér?

í fyrradag „Mig langar svo í eldhúsbekk í eldhúskrókinn – en ég finn ekkert sem mér finnst sniðugt þó að plássið sé í raun drjúgt.“   Meira »

Sólveig kokkar í hringlaga eldhúsi

21.9. Sólveig Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Culiacan, er með ansi flott eldhús heima hjá sér í Hrauntungu í Kópavogi. Eldhúsið er hringlaga. Meira »

Ekki þverfótað fyrir glæsikonum

21.9. Gleðin var við völd þegar Erna Gísladóttir eigandi Snyrtistofunnar á Garðatorgi hélt teiti í tilefni af stækkun stofunnar. Í boðinu varð ekki þverfótað fyrir glæsilegum konum. Meira »

Andlitsfallið kemur upp um kynhegðun þína

20.9. Hvað segir andlitið um kynhvötina þína? Þeir sem eru með kassalagað andlit hafa til dæmis tilhneigingu til að hafa sterka kynhvöt. Meira »

Góðgerlar hafa áhrif á líkamsþyngdina

í fyrradag „Alejandro Junger segir mikilvægt að hreinsa ristilinn vel og endurnýja svo flóruna með góðgerlum, til að byggja upp nýja og öflugri þarmaflóru. Hann segir hana ekki bara hafa áhrif á betri meltingu, heldur draga úr fæðuofnæmi og efla ónæmiskerfið – en jafnframt að heilbrigð þarmaflóða skipti miklu máli ef við viljum halda meðalþyngd á líkamanum.“ Meira »

Saga Garðars og Snorri eiga von á barni

21.9. Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason eru að fara að takast á við nýtt hlutverk innan skamms en þau eiga von á sínu fyrsta barni. Meira »

10 óþolandi hlutir sem fólk gerir í ræktinni

21.9. Ert þú einn af þeim sem gengur aldrei frá lóðunum eða ráfar um búningsklefann á sprellanum? Þá gæti verið að þú værir í ónáð hjá nokkuð mörgum. Meira »

Brosti til baka þegar fólkið hló að henni

20.9. Í fyrsta sinn sem Jacqueline Adan klæddist sundbol í langan tíma var hlegið að henni. Adan er hætt að láta aðra hafa áhrif á það hvernig hún lífir lífinu. Meira »
Meira píla