Slæmir ávanar sem gera þig gamla

Það er óþarfi að flýta öldrun húðarinnar með slæmum venjum.
Það er óþarfi að flýta öldrun húðarinnar með slæmum venjum. mbl.is/Thinkstockphotos

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá eldumst við öll. Þrátt fyrir að það sé óumflýjanlegt að eldast þá er óþarfi að flýta fyrir því. Women's Health tók saman nokkra slæmar venjur sem láta okkur líta út fyrir að vera eldri en við erum. 

Gleyma sólarvörninni

Ef við gleymum sólarvörninni og útfjólubláu geislarnir fá að skína beint á okkur getur það leitt til öldrunar húðarinnar. Hrukkur, dökkir blettir og húðkrabbamein geta komið ef ekki er farið varlega í sólinni. 

Of lítill svefn

Svefn bjargar ekki bara geðheilsunni heldur hjálpar hann þér að líta unglega út. Ef þú missir úr svefn missir húðin út tíma sem hún notar vanalega til þess að viðhalda sér. 

Að borða ekki ávexti og grænmeti

Rannsóknir hafa sýnt fram á að ef fólk borðar næringarríkan mat sem samanstendur meðal annars af ávöxtum og grænmeti getur það komið í veg fyrir snemmbúna öldrun húðarinnar.

Að borða of mikinn sykur

Kleinuhringurinn kemur ekki bara niður á mittinu heldur setur hann sitt mark á húðina. Sykraður matur eins og hvítt brauð, ís og franskar geta valdið bólum. Þegar nýjar bólur koma aftur og aftur verður á endanum eftir rauðir blettir á andlitinu sem líkjast sólbrenndri húð. Sykraðir drykkir hafa líka slæm áhrif á tannheilsuna. 

Reykingar

Reykingar hefur ekki bara slæm áhrif á lungun. Fólk sem reykir lítur oft út fyrir að vera eldra en fólk sem reykir ekki. Tvíburar voru rannsakaðir og leit sá tvíburi sem reykti út fyrir að vera með meiri bauga undir augunum, hrukkóttari varir og meiri undirhöku en sá sem ekki reykti eða hafði reykt skemur. 

Of mikið áfengi

Of mikil áfengisneysla getur aukið hrukkumyndun. Áfengi á það einnig til að þurrka upp húðina þannig að húðin getur litið út fyrir að vera þurr og hrufótt. 

 
Grænmeti hefur góð áhrif á húðina.
Grænmeti hefur góð áhrif á húðina. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál