Heillandi lína Ernu Einarsdóttur

Ljósmynd/Saga Sig

Síðastliðið föstudagskvöld frumsýndi Geysir haust- og vetrarlínu sína Skugga-Sveinn í gamla Héðinshúsinu í Reykjavík. Það var vel mætt á tískusýninguna en lína Ernu Einarsdóttur var sýnd en hún er yfirhönnuður Geysis. Hún nam við Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam og Central Saint Martins í London. 

Skugga-Sveinn er fjórða lína Ernu fyrir Geysi. Fatnaðurinn er innblásinn af íslensku konunni og hennar hversdagslífi í borginni, með sterkum vísunum í íslenskan lista- og menningarheim.

Haustherferðin sækir nafn sitt í hið þekkta leikverk Skugga-Svein með skírskotun í  leiktjöld sem máluð voru af Sigurði málara Guðmundssyni fyrir fyrstu uppsetningu verksins árið 1862.

Sigurður málari var áhrifamikill listamaður en einnig mætti kalla hann fyrsta íslensku fatahönnuðinn í nútímamerkingu þess orðs en Sigurður skapaði nýjan íslenskan þjóðbúning kvenna á 19. öld sem íslenska fjallkonan hefur skartað alla tíð síðan

Að lokinni sýningu hélt DJ Margeir uppi stuðinu langt fram á kvöld. Léttar veitingar voru í boði og sýningagestir voru leystir út með ýmsum glaðningum.

Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál