Lilja prófar ódýrasta farðann á Íslandi

„Yfirleitt keppast snyrtivörumerki um að lofa öllu fögru um vörurnar sínar og pakkningarnar gjarnan veglegar. Það má þó finna einn farða í Hagkaup sem auðvelt er að líta fram hjá, umbúðirnar eru einfaldlega plasttúba og snyrtivörufyrirtækið segir lítið um farðann nema það að hann veiti matta áferð og afmái ásýnd svitahola en engin loforð eru gefin annars. Þessi farði nefnist Fit Me Matte & Poreless Foundation frá snyrtivörufyrirtækinu Maybelline og kostar litlar 1.149 krónur í Hagkaup sem gerir hann að ódýrasta farða Íslands,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni í sínum nýjasta pistli: 

Kostir:
Ilmefnalaus.
Veitir sannarlega matta ásýnd.
Helst ágætlega á húðinni, a.m.k. í fimm klukkustundir.
Þótt litaúrvalið sé takmarkað eru þó til ljósari litir í þessum farða en gengur og gerist hjá ódýrum snyrtivörumerkjum.
Hentar vel blandaðri og olíukenndri húð.
Farðinn veitir létta tilfinningu á húðinni.
Uppbyggjanleg þekja.
Inniheldur ekki mineral-olíu.


Gallar:
Inniheldur methylparaben og butylparaben.
Takmarkað litaúrval.
Festist aðeins í yfirborðsþurrki húðarinnar.
Safnast fyrir við nef og höku.
Hentar líklegast ekki þurri húð og eldri húð.
Umbúðirnar ekki umhverfisvænar.
Virkar ekki mjög náttúrulegur á húðinni, þ.e. hann situr ofan á henni í stað þess að blandast inn í hana.



71VSWP06HRL._SL1500_
Maybelline Fit Me Matte & Poreless Foundation, 1.149 kr. (Hagkaup)

Það var tiltölulega auðvelt að bera farðann á húðina og eftir nokkrar sekúndur þornaði hann og veitti matta áferð. Þekjan var ekki ýkja mikil í fyrstu umferð en auðvelt að fara aðra umferð og byggja upp þekju á stöðum sem þess er þörf en því miður festist formúlan aðeins í yfirborðsþurrki húðarinnar, eflaust vegna þeirra púðuragna sem finna má í farðanum til að gera hann mattan. Þessi farði kom sannarlega á óvart og ef ekki væri fyrir paraben-innihald hans væri hægt að mæla með honum fyrir fólk með venjulega, blandaða og olíukennda húð sem hefur lítinn pening til að eyða í farða en til eru talsvert betri farðar en þeir kosta meira. Verðið á þessum farða er nálægt því sem hann kostar í upprunalandinu Bandaríkjunum svo hrósa skal hóflegri álagningu á söluverðið og má þess geta að von er á fleiri litatónum í línuna á næstunni.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál