Stjörnurnar fengu að kaupa úr línunni

Kirsten Dunst, Kate Bosworth og Zendaya Coleman voru á meðal gesta í gærkvöld þegar ERDEM x H&M línan var kynnt í Los Angeles. Boðið var upp á tískusýningu í Ebell-salnum sem er heimfrægur. Þessi lína verður fáanleg í Smáralind 2. nóvember hérlendis. 

Þegar gestir mættu hafði salnum verið breytt í enskan blómagarð þar sem bæði raunverulegar og súrrealískar plöntur mynduðu tískusýningarpallinn, rétt eins og ef hluti af Englandi hefði verið fluttur til vesturstrandar Bandaríkjanna.

Fyrirsætur eins og Malgosia Bela, Alek Wek og Guinevere Van Seenus kynntu Erdem x H&M línuna fyrir áhrifavöldum og tískufjölmiðlum frá öllum heimshornum.

Förðunarmeistarinn Isamay Ffrench sá um förðunina í sýningunni, og nýtti til þess vörur úr línu H&M Beauty.

Umhverfið undirstrikaði rómantík og fegurð línunnar, þar sem litir og blómamynstur voru allsráðandi. Þetta var einnig í fyrsta sinn sem Erdem sýnir herraföt á tískusýningu.

„Það var magnað að sjá línuna vakna til lífsins í Los Angeles. Það var dásamlegt að vinna með H&M að þessari línu sem ég er svo spenntur að deila með heiminum,“ segir Erdem Morali­oglu.

„Erdem hefur skapað töfraheim fyrir okkur með ERDEM x H&M. Viðburðurinn fangaði kraft fegurðarinnar í línunni, sem er tilfinning sem við þörfnumst nú sem aldrei fyrr,” segir Ann-Sofie Johansson, listrænn ráðgjafi H&M.

Eftir tískusýninguna nutu gestir tónlistarflutnings Grimes í sal sem var fullur af blómum í stíl við ERDEM x H&M línuna. Gestir fengu svo tækifæri til að verða fyrstir í heiminum til að eignast vörur úr línunni í sérstakri pop-up verslun.

Ann-Sofie Johansson listrænn ráðgjafi H&M.
Ann-Sofie Johansson listrænn ráðgjafi H&M.
Alexa Chung lét sig ekki vanta.
Alexa Chung lét sig ekki vanta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál