Hilfiger með línu fyrir fatlað fólk

Hið fræga merki Tommy Hilfigers mun eflaust prýða fatnaðinn.
Hið fræga merki Tommy Hilfigers mun eflaust prýða fatnaðinn. mbl.is/AFP

Tommy Hilfiger beinir nú sjónum sínum að fötluðu fólki en merkið er að koma fram með fatalínu fyrir fatlað fólk. Fötin eru frábrugðin hefðbundnum vörum frá merkinu á þann hátt að auðveldara á að vera að klæða sig í fötin eða fyrir umönnunaraðila að klæða fólk í þau. 

Bloomberg greinir frá því að um sé að ræða fullorðinslínu en hún kemur í kjölfar krakkalínu merkisins í fyrra. Hilfiger sjálfur lýsir nýju línunni sem þátt í að gera tísku lýðræðislegri. 

Flíkur sem er erfitt að komast í henta ekki öllum og er það algengt vandamál á meðal fatlaðra. Lína Tommy Hilfiger reynir að bæta upp fyrir þetta. Þessi svokallaða aðlögunarlína inniheldur fatnað fyrir bæði konur og karla og er byggð á íþróttalínu merkisins. Buxur verða meðal annars með frönskum rennilás og seglum, auk þess verður hægt að opna buxurnar neðan til meðal annars vegna spelkna. 

Tommy Hilfiger.
Tommy Hilfiger. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál