Bára Beauty fer ekki langt án gerviaugnhára

Bára segir falleg húð vera lykilatriði.
Bára segir falleg húð vera lykilatriði.

Förðunarfræðingur Bára Jónsdóttir eða Bára Beauty veit hvað hún vill þegar kemur að förðun. Bára segir mikilvægt að hugsa vel um húðina enda sé hún undirstaða fegurðar. 

Hvað finnst þér skipta máli þegar kem­ur að förðun?

Það sem mér finnst skipta mestu máli í förðun er umhirða húðarinnar. Einnig blöndunin á makeupinu, augnfarðanum eða skyggingunni í andlitinu, þetta felst allt í góðri blöndun.

Hvaða snyrtivöru er mikilvægast að eiga í vetur?

Mikilvægasta snyrtivaran í vetur að mínu mati er olían frá Rå oils. Mér finnst hún eiginlega mikilvægust allan ársins hring. Hún kemur jafnvægi á húðina, gerir hana bara gjörsamlega lýtalausa. Eftir að ég fór að nota hana hef ég ekki fengið eina bólu né þurrkublett, hún dregur úr fínum línum og ég bara verð að segja þetta er mín aðal „must have“ vara. Hún smýgur inn í húðina á fimm mínútum þannig að ég get farið að mála mig bara strax eftir að ég set hana á andlitið.

Bára leggur metnað í förðunina.
Bára leggur metnað í förðunina.

Hvernig málar þú þig dagsdaglega?

Dagsdaglega set ég á mig rå oils-oliuna, svo primer, hyljara, púður. Svo skyggi ég aðeins andlitið með bronzer til að gefa smá frískan lit, set smá „peach“ kinnalit og svo „highlight“ á kinnbeinin. Þar á eftir fylli ég inn í augabrúnirnar og hendi á mig augnhárum frá torutrix. Ég nota alltaf augnhár á hverjum degi þar sem það tekur mig ekki nema nokkrar sekúndur að skella þeim á mig og mér finnst augnhárin frá torutrix svo náttúruleg og fíngerð og falleg. Ég hætti að nenna að standa í því að nota maskara fyrir nokkrum árum af því að ég fann aldrei neinn nógu góðan. Svo fannst mér bara minna vesen að skella á mig augnhárum sem eru alltaf fullkomin og ég get svo bara tekið af mér á kvöldin án þess að þurfa standa í því að skrúbba maskara af mér. 

Fix plus frá Mac
Fix plus frá Mac

Hvað skiptir mestu máli að eiga í snyrtibuddunni sinni?

Ég myndi segja góður farðahreinsir og Fix plus sem er sprey frá Mac sem maður setur yfir allan farðann til þess að ná fram gljáa húðarinnar og halda raka í gegnum allt púðrið.

Hvernig hugsar þú um húðina?

Ég hef alltaf hugsað vel um húðina, enda eins og ég sagði þá er hún undirstaða fegurðar. Ef húðin er ekki í lagi verður ekkert „makeup“ eins fallegt. Ég passa mig alltaf á að taka farðann af á kvöldin og skrúbba varlega með þvottapoka sérstaklega kringum nef og munn. Svo er ég með sérstakan farðahreinsi fyrir augun til að ná öllu vel af. Ég nota svo ekkert á húðina nema bara olíuna frá rå oils, á kvöldin og á morgnana.

Hvað setur þú á varirnar?

Ég byrja alltaf á að skrúbba varirnar áður en ég set eitthvað á þær, það losar um dauða húð og eykur blóðflæðið. Síðan set ég á mig vara-primer, læt hann bíða í nokkrar mínútur og skelli svo á mig varablýanti og svo varalit eða gloss yfir.

Hvernig málar þú þig um augun?

Mín hefðbundna augnförðun sem ég kann hvað best við er þannig að ég byrja oftast með „peach“ augnskugga á augnbeinið, stundum skyggi ég aðeins með brúnum og nota svo einhvern rósagylltan shimmer-lit á augnlokið sjálft. Skelli smá „highlight“ eða glimmer-liner í innri krók (teardot) set á mig liner með „væng“ og toppa með augnhárum. 

Hvað dreymir þig um að eignast í snyrtibudduna?

Mig dreymir um að eignast í snyrtibudduna Huda Beauty desert dusk-pallettuna. 

Þessi palletta er á óskalistanum hjá Báru.
Þessi palletta er á óskalistanum hjá Báru.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál