Mætti í gömlum kjól í höllina

Katrín endurnýtir fötin sín.
Katrín endurnýtir fötin sín. mbl.is/AFP

Katrín hertogaynja dró fram gamlan kjól fyrir góðgerðarkvöld í Kensington-höll í gær, þriðjudag. Katrín er ólétt af sínu þriðja barni þannig að hún á gott safn af fötum sem passa á ólétta konu. 

Katrín klæddist svörtum blúndusíðkjól frá Diane von Furstenburg. Sérfræðingur í fataskáp Katrínar bendir á að hún klæddist einnig kjólnum þegar hún hitti hljómsveitina One Direction í desember árið 2014, ólétt af Karlottu prinsessu. Hún klæddist honum reyndar aftur mánuði seinna í brúðkaupi hjá vinum sínum. 

Hetogahjónin af Cambridge árið 2014. Kjóllinn er kunnuglegur.
Hetogahjónin af Cambridge árið 2014. Kjóllinn er kunnuglegur. mbl.is/AFP

Þrátt fyrir að það sjáist ekki mikið á Katrínu sást glitta í netta kúluna á myndum sem teknar voru á hlið. Annars var Katrín vör um sig og hélt veski sínu fyrir framan magann eins og hún gerir alla jafna. 

Það má greina netta kúluna á þessari mynd.
Það má greina netta kúluna á þessari mynd. mbl.is/AFP
Katrín hertogaynja.
Katrín hertogaynja. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál