Nicki Minaj er aðalstjarnan í ár

Nicki Minaj verður aðalstjarnan í jólaauglýsingamynd H&M í ár ásamt Jesse Williams og John Turturro. Johan Renck leikstýrir myndinni, sem er saga úr ævintýralegum hliðarheimi, fullum af eftirminnilegum persónum og boðskap um mannlega samkennd og væntumþykju sem talar til okkar allra.

Myndin er nútímaleg útfærsla af sígildu ævintýri og aðalsöguhetjan er lítil stúlka sem leitar uppi illviljaðan bróður jólasveinsins til að koma í veg fyrir að hann spilli jólunum með eigingirni og illsku. Nicki Minaj leikur móður stúlkunnar og einnig töfrandi álfkonu sem kallast „Wisest Thingy“ en Jesse Williams leikur bæði föðurinn og hinn töfrum gædda „Fastest Fairy“. John Turturro leikur svo bæði jólasveininn og hinn grimmlynda bróður hans.

„Mér finnst boðskapur myndarinnar bæði valdeflandi og fallegur. Það er frábært að fylgjast með þessari litlu stelpu breytast í hetjuna sem býr innra með okkur öllum. Og á jólunum er alltaf svo stutt í töfrana,“ segir Nicki Minaj. 

„Það er spennandi að sjá hvernig fallega hátíðahönnunin okkar lifnar og glæðist í samstarfi við magnað hæfileikafólk. Þau bæta svo sannarlega sínum persónulegu töfrum í myndina og við vonumst til að viðskiptavinir okkar heillist líka af því hvernig tískufatnaðurinn okkar er sýndur á þessari jólahátíð hjá H&M,“ segir Pernilla Wohlfahrt, yfirmaður og listrænn stjórnandi hönnunardeildar H&M.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál