Rihanna hefur lært að elska líkama sinn

Söngkonan Rihanna hefur lært að sætta sig við líkama sinn og segir að engin manneskja sé alveg 100 %. Hún segir að lífið hafi kennt henni að elska sig eins og hún er. „Ég þekki enga manneskju sem er fullkomin,“ sagði Rihanna í viðtali í sjónvarpsþættinum Daybreak.

„Þú verður ánægðari með þig þegar þú gerir þér grein fyrir því að líkami þinn er eins og hann er og að þú hefur vald yfir honum sjálf. Ég hef þurft að læra mína lexíu í þessum efnum. Ég æfði mig í því að hugsa svona þegar ég var í upptökum og í framhaldinu fór ég að tileinka mér þetta viðhorf til líkamans þegar ég leit í spegilinn. Ef ég er ekki ánægð með það sem ég sé í speglinum þá er ég eina manneskjan sem get gert eitthvað í því. Það þýðir ekki að hafa holdafar á heilanum en það skiptir máli að vera meðvitaður,“ segir Rihanna.

Á dögunum sagði faðir Rihönnu, Ronald Fenty, frá því í viðtali að hann hefði beðið hana að sýna smáaðhald því honum fannst hún hafa bætt á sig þegar hún heimsótti hann til Barbados í ágúst í fyrra.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Uppgötvaði ógleymanlegan stað rétt hjá heimilinu

Í gær, 22:00 „Stundum leitar maður langt yfir skammt,“ segir vöruhönnuðurinn Anna Þórunn sem fann nýverið ógleymanlegan stað nálægt heimili sínu. Anna leitar gjarnan innblásturs í náttúrunni en hennar nýjasta verkefni kallast WINTER og er innblásið af vetrinum og snjósköflum. Meira »

Gagnkynhneigðar konur óska eftir kynlífi með konum

Í gær, 19:00 Smáauglýsing sem birtist nýverið á Craigslist hefur vakið mikla athygli en í auglýsingunni óskar ung kona eftir góðri vinkonu. Vinkonan þarf að fara með henni á tónleika og í handsnyrtingu og geta rætt um strákamál. Til viðbótar þarf þessi „vinkona“ að vilja stunda kynlíf með henni. Meira »

Hannaði búningana út frá ljóðum

Í gær, 16:00 Hönnuðurinn Hildur Yeoman sér um búningana í nýju dansleikhúsverki og henni var gert að vinna út frá ljóðum Davíðs Stefánssonar. „Hildur fékk sem sagt það verkefni að byggja búningana út frá ákveðnum ljóðum.“ Meira »

Tækni, hvíld og mataræði

Í gær, 13:00 Heilsurækt er ómissandi liður í því að skapa sér vellíðan og hraustlegt útlit. Leiðirnar til betri heilsu sem eru í boði eru nánast óteljandi en synd væri að segja að allar væru þær jafn-áhrifaríkar. Meira »

Svona er heima hjá arkitektinum

Í gær, 10:00 Það er alltaf jafngaman að sjá hvernig arkitektar innrétta heimili sín. Þegar arkitektinn fær fullkomlega frjálsar hendur og þarf bara að berjast við eigið sjálf, ekki að uppfylla kröfur annarra, þá gerast kraftaverkin eins og sést í þessu húsi sem Pitsou Kedem arkitekt hannaði fyrir sig og fjölskyldu sína. Meira »

Af skeggi og skurði

Í gær, 07:00 Eigi er örgrannt um að skeggsöfnun karla sé í móð og hafi verið síðustu misseri. Fúlskegg er hið nýja þriggja daga og jafnvel þeir sem hafa snoðrakað hvert strá frá því þeir fengu fermingarsköfuna hafa unnið bug á annarrar viku kláðanum og hafa hulið húðþekjuna með myndarlegu og þéttu skeggi. Meira »

„Einhver af elskhugum þínum hefur „feikað“ það“

í fyrradag Í nýjasti pistli kynlífssérfræðingsins Tracey Cox bendir hún öllum gagnkynhneigðum karlmönnum á að kærustur þeirra eða konur hafa mjög líklega gert sér upp fullnægingu. Meira »

Brynja Dan tekur Kardashian á þetta

í fyrradag Brynja Dan ákvað að fórna sér og prófa sömu hárliti og Kim Kardashian notaði þegar hún varð ljóshærð á dögunum. Smartland Mörtu Maríu fékk að fylgjast með. Meira »

Fallegt úr er stöðutákn

í fyrradag „Það er jafnan sótt að armbandsúrinu og margir hafa spáð því úreldingu gegnum tíðina. Samt eiga þau alltaf við og munu ávallt halda velli, segir Magnús Michelsen, úrsmiður hjá Michelsen við Laugaveg. Meira »

Geyma ösku látinna ástvina í gervilim

í fyrradag Gætir þú ímyndað þér að enda sem aska í gervigetnaðarlim ástvinar þíns? „21 Grams er minningar-box sem gerir ekkjum kleift að leita til persónulegra minninga um látinn ástvin.“ Meira »

Hönnunaríbúð við Grænuhlíð

í fyrradag Við Grænuhlíð í Reykjavík stendur glæsileg 168 fm íbúð í húsi sem byggt var 1967. Eigendur íbúðarinnar eru mikið smekkfólk sem kann aldeilis að gera fallegt í kringum sig. Eldhúsið er nýlegt en þar er hvít sprautulökkuð innrétting í forgrunni með viðarborðplötum. Meira »

Þú gætir leigt þessa villu í Mexíkó

í fyrradag Í Tulum í Mexíkó stendur glæsilegt hús við ströndina. Húsið er smekklega hannað af Specht Harpman Architects-arkitektastofunni. Húsið er hannað fyrir ferðamenn og er hægt að leigja það en húsið er kallað Casa Xixim. Meira »

Röbb á Porterhouse og T-Bone

2.5. Sumar grillsteikur eru gott að marinera. Aðrar þurfa ekkert slíkt svo sem góðar T-Bone og Portherhouse-steikur. Þær þarf einungis að krydda, þess vegna einungis með salti og pipar. Til að auka bragðið enn frekar má líka þyrrkrydda Meira »

Zooey Deschanel er að selja krúttlega húsið sitt

1.5. Leikkonan Zooey Deschanel hefur sett krúttlega húsið sitt á sölu. Húsið fallega er í Hollywood Hills og ásett verð er 288 milljónir króna. Meira »

Þetta eru nýjustu Victoria's Secret-englarnir

1.5. Victoria's Secret-teymið er að stækka því tíu nýjar fyrirsætur hafa nú fengið VS-englavængina sína. Hérna eru þær kynntar til leiks. Meira »

Þetta eru bestu ódýru maskararnir

1.5. Margir förðunarfræðingar vilja meina að ódýrir maskarar sem fást úti í apóteki séu alveg jafn góðir eða jafnvel betri en rándýrir maskarar frá dýrum merkjum. En hvaða ódýru maskarar eru bestir? Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.