Rihanna hefur lært að elska líkama sinn

Söngkonan Rihanna hefur lært að sætta sig við líkama sinn og segir að engin manneskja sé alveg 100 %. Hún segir að lífið hafi kennt henni að elska sig eins og hún er. „Ég þekki enga manneskju sem er fullkomin,“ sagði Rihanna í viðtali í sjónvarpsþættinum Daybreak.

„Þú verður ánægðari með þig þegar þú gerir þér grein fyrir því að líkami þinn er eins og hann er og að þú hefur vald yfir honum sjálf. Ég hef þurft að læra mína lexíu í þessum efnum. Ég æfði mig í því að hugsa svona þegar ég var í upptökum og í framhaldinu fór ég að tileinka mér þetta viðhorf til líkamans þegar ég leit í spegilinn. Ef ég er ekki ánægð með það sem ég sé í speglinum þá er ég eina manneskjan sem get gert eitthvað í því. Það þýðir ekki að hafa holdafar á heilanum en það skiptir máli að vera meðvitaður,“ segir Rihanna.

Á dögunum sagði faðir Rihönnu, Ronald Fenty, frá því í viðtali að hann hefði beðið hana að sýna smáaðhald því honum fannst hún hafa bætt á sig þegar hún heimsótti hann til Barbados í ágúst í fyrra.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Sarah Jessica Parker þarf tvö fataherbergi

Í gær, 22:19 Þeir sem horfðu á Sex and the City þættina muna eflaust eftir því að Carrie Bradshaw, karakter Söruh Jessicu Parker, fannst ómissandi að hafa aðganga að fataherbergi en Parker virðist vera hjartanlega sammála persónunni sem hún lék í þáttunum vinsælu. Meira »

Af hverju getur þú ekki farið ein í bíó?

Í gær, 19:00 „Eftir að ég skildi við eiginmann og barnsföður í september 2002, hef ég farið í þrjú lengri sambönd, en þess á milli verið „einstök“ kona,“ segir Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur. Meira »

Má þetta Tom Ford?

Í gær, 16:00 Tískuhönnuðurinn Tom Ford er í miklu uppáhaldi hjá kvenpeningnum. Hann sló öll vopn út úr höndunum á tískuelítunni þegar hann mætti sjálfur í gallabuxum við gallaskyrtu. Meira »

Tollir bara í samböndum í 3-6 mánuði

Í gær, 13:00 Ég hef skipt nokkuð reglulega um sambönd í gegnum tíðina (er rétt tæplega fertug) og oftast er ég búin að fá nóg eftir 3-6 mánuði en þá er mig hætt að langa að stunda kynlíf með viðkomandi og þó mig langi að stunda kynlíf er ég hætt að fá fullnægingu eftir um 3-6 mánuði. Meira »

Hildur Líf giftist bandarískum lögfræðinema

Í gær, 10:18 Hildur Líf Higgins gekk að eiga unnusta sinn síðasta laugardag en hann heitir Albert Higgins og er lögfræðinemi.   Meira »

Aldrað vansælt súpermódel í þakíbúð

Í gær, 09:48 Það er erfitt að eldast þegar þú hefur lifað hátt og verið aðalpían á áttunda áratugnum. Að vera vina- og peningalaus í New York er ekki draumastaðan. Meira »

„Innst inni er ég sannur mínimalisti“

í fyrradag Innanhúsarkitektinn Berglind Berndsen ætlaði sér alltaf að verða arkitekt eða innanhúsarkitekt. Hún hafði mikinn áhuga á Bauhaus og mínimalisma og taldi Þýskaland vera rétta staðinn fyrir sig en hún lærði innanhúsarkitektúr í Fachochschule Trier í Þýskalandi. Meira »

Smá bling bling skemmir ekki neitt

Í gær, 07:54 Hjarta Hjördísar Sifjar Bjarnadóttur slær í tískuheiminum en hún er lærður kjólameistari og klæðskeri. Hún opnaði verslunina Comma á dögunum. Meira »

Sex skilvirkar rassæfingar

í fyrradag Nýverið tók Nora Tobin, pistlahöfundur Shape, saman sínar sex uppáhalds æfingar fyrir rass og læri. Allar eru æfingarnar einfaldar og sumar er jafnvel hægt að gera heima. Meira »

Naomi Campbell baðaði sig í blöðrum

í fyrradag Hönnuðirnir Mark Badgley og James Mischka fögnuðu því á tískuvikunni í New York að merki þeirra, Badgley Mischka, er 25 ára gamalt í ár og tók fyrirsætan Naomi Campbell þátt í fögnuðinum. Meira »

María Ellingsen og Þóranna Jónsdóttir kenndu réttu trixin

í fyrradag Morgunblaðið og mbl.is buðu til morgunverðarfundar á dögunum þar sem María Ellingsen og Þóranna Jónsdóttir héldu uppi stuðinu. Meira »

Lindex opnar sérstaka kvenfataverslun í Kringlunni

í fyrradag Sænska móðurskipið Lindex er búið að leggja undir sig plássið þar sem Adidasbúðin var áður og ætlar að opna þar kvenfatabúð. Meira »

Heimagerður tequila-skrúbbur

í fyrradag Það getur verið gaman að útbúa sínar eigin snyrtivörur og það þarf ekki að vera flókið. Hérna kemur til dæmis uppskrift af tequila-skrúbbi sem tekur aðeins örfáar mínútur að útbúa. Meira »

Magnús Scheving lék á als oddi

í fyrradag Magnús Sceving lét sig ekki vanta á frumsýninguna og dansaði við Sollu stirðu í anddyri Þjóðleikhússins áður en leiksýningin hófst. Meira »

Brynjólfur Bjarnason og Þorbjörg selja villuna

í fyrradag Brynjólfur Bjarnason, fyrrverandi forstjóri Símans, og eiginkona hans, Þorbjörg Kristín Jónsdóttir, hafa sett glæsihús sitt við Mávanes á sölu. Meira »

Gataðar augabrúnir það nýjasta nýtt

14.9. Gataðar augabrúnir eru það sem koma skal næsta sumar samkvæmt tískuhúsi Rodarte, á því leikur enginn vafi.  Meira »